Lagabreyting: Hlutverk varamanna í framkvæmdaráði

Þessi tillaga er úreld. Nýrri útgáfa hefur tekið gildi.
Mælt er með tveim meginbreytingum á fyrirkomulagi með varafulltrúa í framkvæmdaráði. Fyrst og fremst er verið að tryggja að allir aðalfulltrúar og varafulltrúar séu boðaðir svo allir hafi tækifæri til að taka þátt í starfinu og svo varamenn geti fylgst með og verið fljótari að koma sér inn í málin ef þeir þurfa að stökkva inn í málin með litlum fyrirvara.

Engar fastskráðar reglur eru í gildi innan félagsins um það hvernig fyrirkomulagi varafulltrúa er háttað og er sú framkvæmd of mikið byggð á venjum sem geta auðvitað breyst við stjórnarskipti. Meginreglan er sú að í fyrirsjáanlegum forföllum sem vitað er að standa yfir í einhvern tíma eða þau eru ótímabundin, þá sé efsti varafulltrúinn skráður aðalfulltrúi á meðan slíkum forföllum stendur. Á móti koma forföll á einstaka fundi eða í afar stutt tímabil og þá er miðað við að efsti viðstaddi varafulltrúinn taki við á þeim fundum eingöngu.

Forgangurinn er þannig að ef kjörinn aðalfulltrúi forfallast er það efsti kjörni varafulltrúinn sem hefur forgang og að breyttu breytanda fyrir slembivalda fulltrúa. Forfallist slembivalinn aðalfulltrúi og enginn slembivalinn varafulltrúi tiltækur mun efsti kjörni varafulltrúinn taka það að sér, og öfugt.

Ekki er farin sú leið að eigna varafulltrúum sæti aðalfulltrúans, heldur miðað við fjöldann sem þarf til að fylla í laus sæti. Dæmi um það er að ef fulltrúi A1 forfallast og fulltrúi A2 tekur við af honum. Síðan forfallast fulltrúi B1 og fulltrúi B2 tekur við. Ef fulltrúi A1 kæmi aftur yrði það fulltrúi B2 sem færi og fulltrúi A2 yrði áfram. Þetta myndi gilda um allar tegundir forfalla. Forföll varamanna myndu virka á sama hátt.

Skrásetja þarf auðvitað í fundargerðir framkvæmdaráðs hvaða varamenn eru atkvæðabærir.
Málsnúmer: 22/2014
Tillaga:Lög Pírata
Höfundur:Kjarrval
Í málaflokkum:Innra skipulag Pírata
Upphafstími:08/08/2014 15:24:01
Atkvæðagreiðsla hefst:09/08/2014 00:00:00 (0 mínútur)
Atkvæðagreiðslu lýkur:15/08/2014 00:00:00 (0 mínútur)
Atkvæði: 9
Já: 9 (100.00%)
Nei: 0
Niðurstaða:Samþykkt
Meirihlutaþröskuldur:66.67%

Umræða

Þessu máli lauk fyrir nokkru síðan og er því krafist innskráningar til að sjá umræðu.