Lagabreyting: Félagsmenn og trúnaðarstörf

Þessi tillaga er úreld. Nýrri útgáfa hefur tekið gildi.
Í núgildandi lögum er eingöngu fyrir tvenns konar stöður þar sem skilyrt er að viðkomandi verði að vera skráður félagsmaður, sem eru framkvæmdaráð og að komast á framboðslista. Engin bein skilyrði um aðild að félaginu eru fyrir margar trúnaðarstöður eins og skoðunarmenn reikninga og úrskurðarnefnd. Í stað þess að tiltaka þetta skilyrði á hverjum stað er lagt til að þetta liggi fyrir á einum stað sem almennt skilyrði.

Lögin gera ekki beint ráð fyrir því ef félagsmaður segir sig úr Pírötum og gegnir slíkum stöðum þó það megi álykta út frá almennri venju. Þá geta komið upp aðstæður þar sem viðkomandi starfar í trúnaðarstöðum hjá tveim stjórnmálaflokkum á sama tíma og vill víkja úr hvorugri þeirra. Ekki eru alltaf úrræði til þess að víkja viðkomandi úr trúnaðarstöðu þar sem hann var löglega valinn fulltrúi félagsins. Hagsmunaárekstrarnir eru það miklir að eðlilegt væri að það gerðist sjálfkrafa eins og í þeim tilvikum þar sem tafir á brottvikningu geta skaðað hagsmuni félagsins og þeirra sem treysta á þá vinnu og ákvarðanatöku sem einhver í stöðunni þarf að leysa af hendi.

Upp á að tryggja betri framkvæmd og yfirlit er sett ákvæði sem tryggir að framkvæmdaráð hafi fulla yfirsýn yfir það hverjir gegna trúnaðarstöðum hjá aðildarfélögum. Þá er jafnframt tryggt að aðildarfélög séu ekki óafvitandi með einhverja í trúnaðarstöðum sem uppfylla ekki lengur almennu skilyrðin. Aðildarfélögum er ekki venjulega tilkynnt hverjir hafa skráð sig úr þeim en skulu fá tilkynningar ef einhver í trúnaðarstöðum hjá þeim skráir sig úr Pírötum og/eða aðildarfélaginu.
Málsnúmer: 14/2014
Tillaga:Lög Pírata
Höfundur:Kjarrval
Í málaflokkum:Innra skipulag Pírata
Upphafstími:08/08/2014 14:56:39
Atkvæðagreiðsla hefst:09/08/2014 00:00:00 (0 mínútur)
Atkvæðagreiðslu lýkur:15/08/2014 00:00:00 (0 mínútur)
Atkvæði: 10
Já: 8 (80.00%)
Nei: 2
Niðurstaða:Samþykkt
Meirihlutaþröskuldur:66.67%

Umræða

Þessu máli lauk fyrir nokkru síðan og er því krafist innskráningar til að sjá umræðu.