Nýr kafli í kosningalögum

Tillaga þessi hefur verið samþykkt með atkvæðagreiðslu.

Nýr kafli: 14 a. Þingrof eða aðrar aðstæður þar sem til kosninga er boðað með skömmum fyrirvaranKomi til þess að þing sé rofið gilda eftirfarandi reglur og tímafrestir um framboð Pírata til Alþingis á öllu landinu.n1. Framkvæmdastjórn skipar kjörstjórn 3 kosningabærra aðila. Kjörstjórn er heimilt að velja sér umboðsaðila til að aðstoða við störf kjörstjórnar. Aðilar í kjörstjórn sem og umboðsmenn kjörstjórnar eru ekki kjörgengir í framboð. Skipa má aðila úr kosningastjórn og umboðsmenn kjörstjórnar á lista til uppfyllingar.n2. Kjörstjórn auglýsir og opnar fyrir kosningu í framboð í öllum kjördæmum, heimilt er að halda sameiginleg framboð í kjördæmum. Kjörstjórn metur framboðsfrest sem má vera minnst 1 dagur. Kosning skal standa yfir í einn sólarhring og fara fram með Schulze forgangsröðun. Heimilt er að takmarka fjölda framboðssæta sem kosið er um að minnsta kosti 5 sæti í hverju kjördæmi, tilkynnt skal um takmörkun á fjölda sæta þegar auglýst er eftir framboðum.n3. Kjörstjórn staðfestir að frambjóðendur taki sæti á framboðslista samkvæmt niðurstöðu kosninga. Frambjóðendur mega færa sig niður um sæti og færast þá aðrir frambjóðendur ofar á lista eftir því.n4. Kjörstjórn tilkynnir niðurstöður kosninganna eftir að allir frambjóðendur hafa staðfest sæti sitt á framboðslista. Í tilkynningu kosninga skal koma fram hversu mörg atkvæði efstu fimm frambjóðendur í hverju kjördæmi fengu. Hverjum frambjóðanda er heimilt að óska eftir upplýsingum um fjölda atkvæða sem viðkomandi fékk.n5. Hver framboðslisti velur sér kosningastjórn kjördæmis og ber ábyrgð á því að fylla upp í framboðslista, fá staðfestingu allra í framboði og safna undirskriftum. Skila skal tilbúnum framboðslista til landskjörstjórnar fyrir tilskilinn tímafrest samkvæmt kosningalögum nr. 112/2021.

Málsnúmer: 1/2024
Tillaga:Nýr kafli í kosningalögum
Höfundur:Kristin
Í málaflokkum:Innra skipulag Pírata
Upphafstími:04/04/2024 14:17:40
Umræðum lýkur:10/04/2024 23:17:40 (0 mínútur)
Atkvæðagreiðsla hefst:04/04/2024 23:17:40 (0 mínútur)
Atkvæðagreiðslu lýkur:10/04/2024 23:17:40 (0 mínútur)
Atkvæði: 21 (2 sitja hjá)
Já: 19 (90.48%)
Nei: 2
Niðurstaða:Samþykkt
Meirihlutaþröskuldur:66.67%

Umræða