Breyting á kjörgengi til framkvæmdaráðs (varamenn)

Tillögu þessari hefur verið hafnað með atkvæðagreiðslu.

Núgildandi gr. 7.5 er orðuð svona:
7.5. Félagsmenn sem hafa verið skráðir í félagið í 30 daga eða lengur, aðrir en kjörnir fulltrúar, geta átt sæti í framkvæmdaráði. Þó skal enginn sitja í framkvæmdaráði lengur en tvö kjörtímabil samfleytt.

Greinargerð:

Tilgangur breytingarinnar er að gera varaþingmenn og varafulltrúa í sveitarstjórnum kjörgenga til framkvæmdarráðs. Með orðalaginu "að meginstarfi" er vísað til þess að varamaður í sveitarstjórn getur verið í þeirri stöðu að vera í fullu starfi eða nálægt því sem varamaður. Þetta á sérstaklega við um 1. varamann í borgarstjórn Reykjavíkur.

Eina hlutverk varaþingmanns er að bíða eftir því að fara inn á þing. Ef varaþingmaður er í 4 ár að bíða eftir því að fara inn á þing, er það óhentugt að hann/hún geti ekki látið að kveða í framkvæmdaráði sé áhugi á því til staðar. Einnig er möguleiki á að aðstæður komi upp þar sem aðili sem ekki hefur kjörbréf varaþingmanns, en var samt á framboðslista, komist inn á þing undir sérstökum kringumstæðum, en samkvæmt núgildandi lögum þá missir sá aðili kjörgengi sitt til framkvæmdarráðs allt það kjörtímabil.

Greinargerð fyrri útgáfu heldur einnig vægi sínu:
Hér er það gert alveg skýrt að eingöngu þeir félagsmenn sem hafa verið í félaginu í 30 daga eða lengur geta setið í framkvæmdaráði. Þetta er í samræmi við gr. 4.9 um aðgang að aðalfundi. Samkvæmt hefðinni er hér litið svo á að með "kjörnir fulltrúar" sé átt við þá einstaklinga sem hafa verið kosnir með beinni kosningu í opinbert embætti. Þ.e. þingmenn og sveitarstjórnarfulltrúar. Skv. sömu hefð hefur ekki verið litið á einstaklinga sem sitja í opinberum ráðum eða nefndum í umboði þingmanna eða sveitarstjórnarfulltrúa sem “kjörna fulltrúa” í þessu tilliti.

Málsnúmer: 3/2018
Tillaga:Breyting á kjörgengi til framkvæmdaráðs (varamenn)
Höfundur:Bergthor
Í málaflokkum:Innra skipulag Pírata
Upphafstími:23/02/2018 23:11:25
Umræðum lýkur:17/03/2018 12:00:00 (0 mínútur)
Atkvæðagreiðsla hefst:10/03/2018 12:00:00 (0 mínútur)
Atkvæðagreiðslu lýkur:17/03/2018 12:00:00 (0 mínútur)
Atkvæði: 78
Já: 34 (43.59%)
Nei: 44
Niðurstaða:Hafnað
Meirihlutaþröskuldur:66.67%

Umræða

Þessu máli lauk fyrir nokkru síðan og er því krafist innskráningar til að sjá umræðu.