Breyting á grein 13.1 í lögum Pírata

Tillögu þessari hefur verið hafnað með atkvæðagreiðslu.

Eftirfarandi grein 13.1 kemur í staðinn fyrir núverandi grein 13.1

13.1 Kjörnir fulltrúar Pírata eru ábyrgir gagnvart lögum, grunnstefnu og ályktunum félagsins í heild. Þingmenn og sveitastjórnarfulltrúar eru ábyrgir gagnvart félögum Pírata á því svæði sem þeir hafa umboð frá. Ábyrgð fulltrúa varðar þau mál sem þau hafa til afgreiðslu í störfum sínum sem fulltrúar Pírata og framgöngu á opinberum vettvangi í nafni Pírata. Ábyrgð fulltrúa tekur viðmið af sjálfsákvörðunarrétti og er því, í hverju máli fyrir sig, fyrst gagnvart aðilum sem málið varðar.

Greinargerð
Hérna er kjörnum fulltrúum gefin festa í lögum og stefnu félagsins í heild sinni. Það þýðir að hægt er að hafa áhrif á störf kjörinna fulltrúa í gegnum þau stöðluðu ferli sem þar eru skilgreind.

Helsti munurinn á þessari greinog þeirri sem hún kemur í staðinn fyrir er að ábyrgðin er ekki bein frá félaga til kjörins fulltrúa. Lög, grunnstefna og ályktanir eru milliliðurinn sem þýðir að þó félagar almennt hafi ekki gefið umboð sitt til viðkomandi fulltrúa þá hafi þeir samt leið til áhrifa.

Skýrt hefur verið hvar ábyrgð kjörinna fulltrúa liggur en hún liggur hjá Pírötum á því svæði sem þeir hafa umboð frá. Í þingkosningum eru þetta félög Pírata innan kjördæmis, í sveitarstjórn félag Pírata í viðkomandi sveitarfélagi.

Þessi lagabreyting gerir aðildafélögum og kjördæmisráðum kleift að takmarka kosningarétt í prófkjörum við það svæði sem fulltrúar munu hafa umboð frá. Einnig tryggir þessi breyting að fulltrúar beri ábyrgð gagnvart skráðum Pírötum á umboðssvæði sínu þó þeir félagsmenn séu ekki skráðir í viðkomandi aðildafélög. Þar sem kjörnir fulltrúar bera ábyrgð gagnvart lögum, grunnstefnu og ályktunum félagsins í heild þá geta allir félagar haft óbein áhrif á störf allra kjörinna fulltrúa í gegnum breytingar á lögum, grunnstefnu og með ályktunum. Þó á ekki að vera hægt að ganga gegn sjálfsákvörðunarréttinum.

Málsnúmer: 27/2016
Tillaga:Lög Pírata
Höfundur:bjornlevi
Í málaflokkum:Innra skipulag Pírata
Upphafstími:21/05/2016 00:05:01
Umræðum lýkur:10/06/2016 23:59:59 (0 mínútur)
Atkvæðagreiðsla hefst:03/06/2016 23:59:59 (0 mínútur)
Atkvæðagreiðslu lýkur:10/06/2016 23:59:59 (0 mínútur)
Atkvæði: 115 (6 sitja hjá)
Já: 65 (56.52%)
Nei: 50
Niðurstaða:Hafnað
Meirihlutaþröskuldur:66.67%

Umræða

Þessu máli lauk fyrir nokkru síðan og er því krafist innskráningar til að sjá umræðu.