Lagabreyting: Formaður framkvæmdaráðs

Þessi tillaga er úreld. Nýrri útgáfa hefur tekið gildi.
Sú staða gæti komið upp að formaður framkvæmdaráðs gæti hætt og þá er engin lögleg leið til þess að skilgreina hver tekur við stöðu formanns. Ákvæði laga félagsins um skiptingu verka er óleyfileg þar sem formaður er ákveðinn með hliðsjón af niðurstöðu kosninga. Með því að beita Schulze í stað STV er fenginn raðaður listi og því liggur ljóst fyrir hver arftaki formanns er. Þá veitir slíkur raðaður listi möguleika til þess að skilgreina röð varamanna.

Fyrst kjörnum fulltrúum er raðað eftir röð er rétt að gera slíkt hið sama við slembivalda fulltrúa. Þeir raðist samt á eftir kjörnum fulltrúum í röðinni. Röð slembivalinna fulltrúa væri sú röð sem þeir eru valdir. Þegar kemur að afleysingum varamanna myndu slembivaldir varafulltrúar hafa samt sem áður forgang þegar kemur að forföllum annarra slembivalinna fulltrúa.

Röðin á flokkunum yrði þessi þegar kæmi að því að ákvarða formann (hver flokkur hefur síðan sína eigin innri röð): Condorcet formaður, Kjörnir aðalfulltrúar, kjörnir varafulltrúar, slembivaldir aðalfulltrúar, slembivaldir varafulltrúar.

Ef Condorcet sigurvegarinn er ekki í fyrsta sæti, heldur í öðru sæti eða jafnvel neðar, myndi samt sem áður efsti Schulze fulltrúinn taka við embætti formanns en ekki næsti fyrir neðan formann. Því mætti segja að kjörnir aðalfulltrúar séu fremstir að því leiti en Condorcet sigurvegarinn tekinn út fyrir sviga og settur fremst óháð staðsetningu. Aðferðin útilokar ekki að Condorcet sigurvegurinn verði varafulltrúi samkvæmt Schulze aðferðinni en líkurnar eru svo stjarnfræðilega lágar að ekki borgar sig að setja sérákvæði um það.

Þá er einnig formlega lagt til að frambjóðendur geti lækkað sig um sæti en hafa þá frest til þess þar til aðalfundi lýkur. Sumir hafa áhuga til að bjóða sig fram í framkvæmdaráð en vilja tryggja að þau lendi ekki í því að verða formenn félagsins, enda miklu meiri ábyrgð falin í því en hjá öðrum aðalfulltrúum.
Málsnúmer: 19/2014
Tillaga:Lög Pírata
Höfundur:Kjarrval
Í málaflokkum:Innra skipulag Pírata
Upphafstími:08/08/2014 15:16:01
Atkvæðagreiðsla hefst:09/08/2014 00:00:00 (0 mínútur)
Atkvæðagreiðslu lýkur:15/08/2014 00:00:00 (0 mínútur)
Atkvæði: 9 (1 sitja hjá)
Já: 8 (88.89%)
Nei: 1
Niðurstaða:Samþykkt
Meirihlutaþröskuldur:66.67%

Umræða

Þessu máli lauk fyrir nokkru síðan og er því krafist innskráningar til að sjá umræðu.