Lagabreyting: Fundarboð framkvæmdaráðs

Þessi tillaga er úreld. Nýrri útgáfa hefur tekið gildi.
Neyðarrétturinn er langoftast óskráður og kveður hann um að nauðsyn brjóti lög. En til að beita honum þarf að uppfylla ákveðin ströng skilyrði. Sum skilyrðin eru áfram matskennd en með því að setja beinar lagalegar skorður er komin ákveðin formfesta á það hvernig þeir fundir eiga að fara fram og hvaða meginreglur gilda um ákvarðanir sem teknar eru.

Til að tryggja að sú ákvarðanataka sé nokkuð óumdeilanleg og sjálfsögð er eðlilegt að hún njóti aukins fylgis miðað við aðrar ákvarðanir og þyrftu því sex af sjö sitjandi fulltrúum að greiða henni atkvæði. Gert er þá ráð fyrir að varamenn séu einnig boðaðir og njóti atkvæðaréttar í forföllum aðalmanna eins og á öðrum fundum framkvæmdaráðs. Fundarboð til varamanna þurfa auðvitað að vera send á alla varamenn því annars telst fundurinn ekki löglegur, samanber aðra fundi framkvæmdaráðs.

Svo ákvörðun sé tæk til afgreiðslu þurfa brýnir og mikilsverðir hagsmunir að liggja fyrir. Þau hugtök geta verið matskennd og fagleg vinnubrögð myndu kveða á um að rætt sé með gagnrýnum hætti hvort fyrirhuguð teljist uppfylla öll þau skilyrði sem þurfa að liggja fyrir og helsti rökstuðningur með og á móti komi fram í fundargerð. Framkvæmdaráð metur því sjálft, að svo stöddu, hvort skilyrðin séu uppfyllt en gæti þurft að svara fyrir það gagnvart úrskurðarnefnd síðar.
Málsnúmer: 21/2014
Tillaga:Lög Pírata
Höfundur:Kjarrval
Í málaflokkum:Innra skipulag Pírata
Upphafstími:08/08/2014 15:22:20
Atkvæðagreiðsla hefst:09/08/2014 00:00:00 (0 mínútur)
Atkvæðagreiðslu lýkur:15/08/2014 00:00:00 (0 mínútur)
Atkvæði: 12
Já: 11 (91.67%)
Nei: 1
Niðurstaða:Samþykkt
Meirihlutaþröskuldur:66.67%

Umræða

Þessu máli lauk fyrir nokkru síðan og er því krafist innskráningar til að sjá umræðu.