Lagabreyting: Streymi á aðalfundi

Þessi tillaga er úreld. Nýrri útgáfa hefur tekið gildi.
Aðalfundur Pírata er valdamesta fyrirbærið innan félagsins og því við hæfi að gegnsæið sé sem best. Á meðan starfsemi Pírata ætti að vera gegnsæ þarf einnig að vega það gagnvart sjónarmiðum friðhelgis einkalífs, einkum persónuverndarlögum. Farin yrði sú leið að upptaka skal vera gerð opinber en fundargestum leyft, eftir bestu getu, að forðast mögulega uppljóstrun á stjórnmálaskoðunum hans en gera honum jafnframt kleift að taka þátt á fundinum. Ósanngjarnt væri að binda seturéttinn á fundinum við samþykki yfirlýsingar um að birta megi upptöku af viðkomandi. Fólk hefur mismunandi ástæður fyrir því að vilja ekki vera tengt opinberlega við píratahreyfinguna þó það sé ekki á móti því að félagsmenn viti hvert það er.

Huga þarf að ýmsum atriðum að þessu leiti þegar kemur að fundarhaldi, eins og að myndbandsupptökum sé eingöngu beint að ræðupúlti (án þess að vera hreyfð) og að allir mælendur eigi að hafa kost á að tala í hljóðnema úr sal. Fundarstjóri ætti sömuleiðis að forðast að nefna mælendur úr sal á nafn ef hann getur en slíkt ætti augljóslega ekki við ef mælandinn er að fara að flytja framboðsræðu, gegnir formlegu hlutverki í dagskrá fundarins og/eða er þá þegar opinberlega þekktur (frá sjónarhóli almennings) sem Pírati.

Fundarhaldarar ættu að hafa sér svæði, sé aðgreiningar þörf, fyrir fundargesti sem ekki vilja lenda í upptökum af neinu tagi. Þá þarf að gæta þess að engum myndupptökum, hvort sem það eru hreyfimyndir eða kyrrmyndir, sé beint að því svæði á meðan fólk er viðstatt þar þótt það svæði sé einvörðungu í bakgrunni. Skilyrðið ætti einnig að vera sett gagnvart öðrum sem vilja taka upp.

Fundarritarar ættu einnig að taka tillit til þess að skrá ekki nöfn fólks sem talar úr sal í opinbera fundargerð. Þeir gætu, þekki þeir einhvern tiltekinn sem talar úr sal með nafni, að skrá nafn hans hjá sér utan opinberrar fundargerðar og spyrja hann síðar hvort færa megi nafn hans í hana. Sé viðkomandi opinberlega þekktur sem Pírati (frá sjónarhóli almennings), þá stundina sem aðalfundur er haldinn, er óhætt að skrá nafnið beint í opinbera fundargerð. Sé þörf á að streyma ritun fundargerðar væri hægt að gefa hverjum nafnlausa einstaklingi einkvæmt auðkenni og tengja nafn hans við auðkennið utan hennar.
Málsnúmer: 15/2014
Tillaga:Lög Pírata
Höfundur:Kjarrval
Í málaflokkum:Innra skipulag Pírata
Upphafstími:08/08/2014 14:58:30
Atkvæðagreiðsla hefst:09/08/2014 00:00:00 (0 mínútur)
Atkvæðagreiðslu lýkur:15/08/2014 00:00:00 (0 mínútur)
Atkvæði: 12
Já: 11 (91.67%)
Nei: 1
Niðurstaða:Samþykkt
Meirihlutaþröskuldur:66.67%

Umræða

Þessu máli lauk fyrir nokkru síðan og er því krafist innskráningar til að sjá umræðu.