Samþykkt: Stjórnarskrá stjórnlagaþings og kosning um ESB viðræður
Með tilvísun til eftirfarandi greinar í grunnstefnu Pírata
- greinar 6.1 í grunnstefnu Pírata um sjálfsákvörðunarréttinn
- greinar 1 í stefnu Pírata um stjórnskipunarlög
Með hliðsjón af
- ályktun aðalfundar Pírata árið 2015 um nauðsynlegar lýðræðisumbætur
Álykta Píratar að
Píratar eru hrærðir og þakklátir vegna þess mikla stuðnings sem
íslendingar hafa að undanförnu sýnt flokknum. Við teljum að
stuðningurinn sé ákall um grundvallarbreytingar í íslenskum stjórnmálum og viljum með þessari ályktun svara því.
Píratar telja að hin nýja stjórnarskrá sé lykillinn að þeim grundvallar lýðræðisumbótum sem þjóðin vill gera á stjórnmálalífi og almennu grunnskipulagi þjóðfélagsins, enda hefur þjóðin lýst vilja sínum í stjórnarskrármálinu í þjóðaratkvæðagreiðslu þann 20. október 2012 sem stjórnmálamenn stungu undir stól.
Skortur á aðkomu þjóðarinnar að ákvörðun um umsókn Íslands að
Evrópusambandinu er lýsandi dæmi um lýðræðisbrest sem nýja stjórnskráin hefði leyst. Meðferð stjórnmálamanna á því máli er slík ósvinna að ekki verður við unað og enga bið þolir að koma málinu í lýðræðislegan farveg til að þjóðin sjálf fái ráðið örlögum sínum.
Aðalfundur Pírata ályktar því að leggja fyrir flokksmenn að Píratar lofi íslensku þjóðinni, að fái flokkurinn umboð hennar í næstu kosningum til Alþingis muni næsta þing fjalla um og samþykkja tvö mál. Í fyrsta lagi að samþykkja nýja stjórnarskrá þar sem tillögur stjórnlagaráðs sem verði lagðar til grundvallar og í öðru lagi boða til bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu vegna umsóknar Íslands að Evrópusambandinu. Að þessum málum afgreiddum verði boðað til nýrra Alþingiskosninga svo ný stjórnarskrá geti tekið gildi.
Píratar vona að aðrir stjórnmálaflokkar virði rétt þjóðarinnar, lofi því sama fyrir kosningar og vinni að þessum markmiðum.
Tilheyrandi mál: | Stjórnarskrá stjórnlagaþings og kosning um ESB viðræður |
---|
Útgáfur
# | Staða | Höfundur | Lýsing |
---|---|---|---|
1 | Samþykkt | bjornlevi |