Samþykkt: Mannanöfn
Assumptions
- Stefnu Pírata um beint lýðræði og sjálfsákvörðunarrétt nr. 6.3: „Píratar telja að draga þurfi úr miðstýringu valds á öllum sviðum og efla þurfi beint lýðræði í þeim formum sem bjóðast.“
- Þarfarinnar á auknum sveigjanleika þegar kemur að mannanöfnum, sér í lagi þegar kemur að sjálfsákvörðunarrétti einstaklinga til að velja sér og börnum sínum nöfn.
- Ályktunar Norðurlandaráðs ungmenna nr. 19 frá 2011 „Alla ska få heta vad de vill“.
Declarations
- Leggja ætti Mannanafnamefnd niður í framhaldi af gagngerri endurskoðun á Lögum um mannanöfn (1996 nr. 45 17. maí).
- Treysta ætti foreldrum til að velja börnum sínum nöfn við hæfi.
- Þeir einstaklingar sem eru sjálfráða ættu að fá að taka upp það nafn sem þeim sýnist, sama hvort um er að ræða nöfn sem skilgreinast samkvæmt hefðinni sem kvenmanns eða karlmannsnöfn. Í þessu samhengi má sérstaklega nefna transgender-fólk.
- Þjóðkirkjan og skráð trúfélög skulu ekki hafa það hlutverk að hafna skírn vegna nafns eða vísa óskráðum nöfnum til Mannanafnanefndar eða annarar stofnunar til endanlegs samþykkis.
Tillaga þessi hefur verið samþykkt með atkvæðagreiðslu.
Tilheyrandi mál: | Mannanöfn |
---|