Fjármögnun velferðar
Með tilvísun í grunnstefnu Pírata
- 1.1 Píratar leggja áherslu á gagnrýna hugsun og vel upplýstar ákvarðanir.
Og með hliðsjón af
Stefnu Pírata um Ríkissjóð og skattheimtu, gr. 5.: Við alla álagningu skatta skal áhersla lögð á að skatturinn sé sýnilegur og skiljanlegur greiðanda.
Stefnu Pírata um Þunna fjármögnun
Sjávarútvegsstefnu Pírata
Píratar álykta að til að standa undir sameiginlegum útgjöldum vegna heilbrigðiskerfis, menntakerfis og almennrar velferðar skuli auka tekjur ríkissjóðs og sveitarfélaga og minnka kostnað með eftirfarandi aðgerðum:
Áætlun Pírata um fjármögnun velferðar
- Fjármagnstekjuskattur (fjármunatekjuskattur) verði hækkaður úr 20% í 30%.
- Aflaheimildir verði boðnar upp í samræmi við sjávarútvegsstefnu Pírata. Gert er ráð fyrir að þriðjungur uppboðstekna renni til sveitarfélaga i gegnum jöfnunarsjóð sveitarfélaga eða sambærilegan sjóð.
- Stóriðja og stærri fyrirtæki borgi tekjuskatt og forðist það ekki með bókhaldsbrellum. Útfærsla verði í samræmi við stefnu Pírata um þunna fjármögnun.
- Gistináttagjald verði hækkað svo að meðaltalsupphæð verði um 400 kr. á gistinótt. Gistináttagjaldið renni til sveitarfélagsins þar sem gist er.
- Ísland viðurkenni niðurstöður lyfjastofnana annarra norðurlanda, t.d. Noregs eða Danmerkur og lyf fáist skráð hér á landi á þeim forsendum. Markmiðið er að brjóta upp fákeppni og auka samkeppni ásamt því að lækka lyfjaverð.
- Ríkissjóður eigi Landsbankann og taki arð af þeim rekstri í samræmi við rekstrarafkomu hans.
- Rekstur Íbúðalánasjóðs verði felldur undir Landsbankann.
- Íslandsbanki verði seldur erlendum banka og söluandvirðið notað til að fjármagna lífeyriskerfi opinberra starfsmanna sem er í raun gjaldþrota.
- Lífeyrissjóðakerfið verði lýðræðisvætt. Sjóðsfélagar lífeyrissjóða kjósi alla stjórnarmeðlimi í lýðræðislegum kosningum.
- Íslenska krónan verði fjarlægð úr íslensku samfélagi og stöðugur, alþjóðlega gjaldgengur gjaldmiðill tekinn upp.
Tilheyrandi mál: | Fjármögnun velferðar |
---|
Útgáfur
# | Staða | Höfundur | Lýsing |
---|---|---|---|
1 | Hafnað | odin | GREINARGERÐ 1) Skatttekjur ríkissjóðs af einstaklingum, að fjármagnstekjukatti meðtöldum, eru um 170 milljarðar á ári. Fjármagnstekjuskattur (fjármunatekjuskattur) er nú 20% og áætlað er að hann skili ríkissjóði 30 milljörðum á fjárlögum 2016. Væri skatturinn hækkaður í 30% má búast við að þessi tekjuliður skili 15 milljörðum hærri upphæð, eða samtals 45 milljörðum. 30% fjármunatekjuskattur er algengt skatthlutfall meðal nágranna okkar og skatturinn tiltölulega lágur á Íslandi miðað við það. Hafa ber í huga að skv. skattframtölum eiga ríkustu 10-11%íslendinga 70-75% af eignum landsmanna, þannig að ætla má að nær öll hækkunin yrði borin af breiðustu bökum þjóðfélagsins. Heimild http://www.ruv.is/frett/rikasta-prosentid-a-naer-fjordung-audsins Fjármagnstekjuskattur í Evrópu og víðar. Píratar gera ráð fyrir að frítekjumark verði tekið upp til að hlífa smærri fjármagnseigendum. https://en.wikipedia.org/wiki/Capitalgainstax#Finland Áætlaðar árlegarviðbótartekjur ríkissjóðs af þessari aðgerð eru 15 milljarðar. 2) Miðað er við að uppboð á aflaheimildum skili um 85% af auðlindarentunni, eða röskum 39 milljörðum, til eiganda auðlindarinar, íslensku þjóðarinnar, sem er sennilega nálægt lagi ef vel verður að uppboðshaldi staðið. Áætlaðar árlegar viðtbótartekjur ríkissjóðs af þessari aðgerð eru 20 milljarðar. 3) Þessi aðgerð verði framkvæmd í samræmi við stefnu Pírata um þunna fjáramögnun. Ríkissjóður er sannanlega að fara á mis við 2 milljarða á ári vegna tveggja álvera sem borga ekki tekjuskatt. Þessi aðgerð mun að líkindum skila um 4 milljörðum á ári ef farin verður leið svipuð og farin hefur verið í Þýskalandi. Áætlaðar árlegar viðbótartekjur ríkissjóðs af þessari aðgerð eru 4 milljarðar. 4) Gistinætur voru um 6,5 milljónir talsins árið 2015 og verða tæplega 8,5 milljónir 2016 miðað við um 30% vöxt, sem virðist vera nálægt lagi miðað við síðustu áætlanir um áætlaða fjölgun ferðamanna til landsins á árinu. Áætlaðar árlegar viðbótartekjur sveitarfélaganna af þessar aðgerð eru 3 milljarðar. 5) Meginaðgerð er að opna fyrir nýskráningu lyfja án þess að gera kröfu um umskráningarferli á Íslandi. Sparnaður næst með því að viðurkenna lyfjaeftirlit- og skráningar frá norðurlöndunum frekar en að láta falla til kostnað á Íslandi við sömu vinnu og unnin hefur verið þar. Fákeppni er ríkjandi á lyfjamarkaði og leita verður leiða til að breyta því. Ef Ísland ákveður að viðurkenna markaðsleyfin sem veitt eru t.d. í Danmörku sparast um 10% í kostnaði, en það eru um 1.5- 2 milljarðar árlega þvi kostnaður ríkissjóðs er 15-20 milljarðar á ári vegna lyfjakaupa skv. skýrslu Ríkisendurskoðunar. Sjá heimild. Fastur kostnaður við skráningu lyfja er viðskiptahindrun sem er óþörf. Þetta mun auka úrval og samkeppni með lyf ásamt því að lækka verð. Markaðurinn opnast og fjölbreytni eykst. Fleiri hafa tækifæri til innflutnings. "Að mati Ríkisendurskoðunar verða stjórnvöld að leita allra leiða til að fá aðgang að stærri mörkuðum og leitast við að fjölga lyfjum á markaði hér í því skyni að lækka lyfjaverðog auka fjölbreytni." Ýmsar heimildir: Fákeppni veldur lyfjaskorti: 11. júní 2015 af Akureyri Vikublað „Markaðurinn er lítill hér á landi og því fylgja vandkvæði,“ segir Gauti. „Á Íslandi er kannski bara markaðssett eitt lyf gegn ákveðnum kvilla, segjum sem dæmi lyf semActavis framleiðir. Þeir láta framleiða lyfið fyrir sig en svo verður kannski hráefnisskortur í verksmiðju og þá er enginn annar lyfjavalkostur fyrir hendi.“ Vísir 11. JÚNÍ 2014 Lyfjaskortur getur tafið meðferð Ríkisendurskoðun. Nóvember 2011. Skýrsla til Alþingis: Heilbrigðisráðuneytið, 17. janúar 2008:Opnun lyfjamarkaðar „Að mati Samkeppniseftirlitsins ríkir einokun og fákeppni á lyfjamarkaðnum bæði í heildsölu og smásölu sem auðveldar ekki aðgengi nýrra aðila og nýrra lyfja að markaðnum.“ https://www.velferdarraduneyti.is/hbr/radherra/raedur-og-greinarGTT/nr/31682 Áætlaðar árlegur sparnaður ríkissjóðs af þessu fyrirkomulagi er 2 milljarðar. 6) Stefnt skal að óbreyttu eignarhaldi ríkisins á Landsbankanum. Eignarhaldið verði endurskoðað reglulega í ljósi samkeppnisstöðu á markaði. Það er í sjálfu sér ekki markmið að ríkissjóður eigi banka en miðað við sögu einkavæðingar hér á landi er hreinlega um varkárnissjónarmið að ræða. Öflug og fagleg stjórn og framkvæmdastjórn verði yfir bankanum. Bankinn skal vera tilfyrirmyndar varðandi gagnsæi í starfsemi. Gera má ráð fyrir 7-10 milljörðum árlega í arð til ríkissjóðs úr starfseminni. Áætlaðar árlegar tekjur ríkissjóðs af þessu fyrirkomulagi eru 10 milljarðar. 7) Með sameiningu Íbúðalánasjóðs og Landsbanka næst fram áhættudreifing og hagræðing sem felst í dreifðu eignasafni. Úr skýrslu Alþingis um Íbúðalánasjóðs: „Frá stofnun 1999 til ársloka 2012 hefur bókfært tap verið eftirfarandi (á verðlagi 2012): Vegna útlána og fullnustueigna, 57 milljarðar. Vegna lausafjárstýringar, 17 milljarðar. Vegna uppgreiðslna og fl. 27 milljarðar. Samtals 100 milljarðar. Þar af 80 milljarðar frá árinu 2008“. Ekki er verið að taka afstöðu til félagslegs hlutverks Íbúðarlánasjóðs hér. Ekkert er því til fyrirstöðu að Landsbanki taki að sér það hlutverk með rekstri sjóðsins. Meðfylgjandi er skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð. Hagsjá Landsbanka 6/01/2016: Íbúðalánasjóður – hvað svo? http://www.rna.is/media/skjol/RNAib_kynning.pdf Hér má búast við að fjáraustur ríkissjóðs til ÍLS hætti við þessa aðgerð. Hefur kostað 100 milljarða hingað til. Áætlaður árlegur sparnaður rikissjóðs af þessari aðgerð: 1,3 milljarðar 8) Með sölu Íslandsbanka er tekist á við hinn gríðarlega halla á lífeyriskerfi LSR og mögulega sveitarfélaga en sú tala er í heild tæpir 600 milljarðar. Skynsamlegt væri að fjárfesta fjármuni LSR alla erlendis sem og að selja Íslandsbanka erlendum banka. Þetta eykur áhættudreifingu LSR og Íslands, dregur úr ofhitnun í litlu hagkerfi og eykur samkeppni á bankamarkaði. http://www.fme.is/media/frettir/Lifeyrissjodir-2013---kynning.pdf . Þegar þetta er skrifað bendir allt til að lífeyrissjóðir muni kaupa Arion Banka. Samkvæmt frumvarpi til fjárlaga 2016 "8.1.:Beinar skuldbindingar ríkissjóðs. Ófjármagnaðar lífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs hækkuðu úr 407,7 mia.kr. í 435,6mia.kr. á árinu 2014 eða um 27,9 mia.kr. Þær hækkuðu lítillega sem hlutfall af vergri landsframleiðslu(VLF) úr 21,7% í 21,9%. Af lífeyrisskuldbindingum ríkissjóðs eru 366,0mia.kr. vegna B–deildar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR) og 45,2 mia.kr. vegnaLífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga. Í ársskýrslu A–deildar LSR fyrir árið 2014 kemur fram aðtryggingafræðileg heildarstaða hafi þá verið neikvæð um 9,6% eða sem svarar til 55,6mia.kr. en áfallin staða verið jákvæð um 4,8 mia.kr. Til lengri tíma litið er ljóst að bæta þarfheildarstöðu A–deildar sjóðsins með hækkun iðgjalda eða öðrum aðgerðum." https://www.althingi.is/altext/pdf/145/s/0001.pdf Hér má búast við að möguleiki verði á að standa við lífeyrisskuldbindingar sem ríkissjóður hefur gert og koma í veg fyrir frekari skerðingar á réttindum sjóðsfélaga. Þar sem Lífeyrissjóður Rikisstarfsmanna er undir rikjandi kringumstæðum í raun gegnumstreymissjóður mun þetta lækka raunframlög ríkissjóðs til sjóðsins auk þessa að laga tryggingafræðilega stöðu verulega. Fréttatilkynning LSR 2015: Hvað B-deild LSR varðar þarf ríkissjóður að standa að fullu undir greiðslu lífeyris úr sjóðnum frá og með árinu 2030. Samkvæmt sjóðsstreymisgreiningu verða greiðslur ríkissjóðs vegna bakábyrgðar að meðaltali 10,6 milljarðar kr. á ári næstu 5 árin eftir að sjóðurinn tæmist, miðað við verðlag í árslok 2014, en fara svo lækkandi. Á sama tíma munu tekjur B-deildar LSR vegna hlutdeildar launagreiðenda í lífeyrisgreiðslum nema tæpum 13,1 milljarði kr. að meðaltali en stærstur hluti þeirrar fjárhæðar kemur úr ríkissjóði.http://www.lsr.is/um-lsr/utgafa/frettir/nr/479 Áfallin tryggingafræðileg staða 2013 Samtals: -596 milljarðar verður að miklu leyti löguð með þessari aðgerð 9) Einhver mestu völd í íslensku samfélagi liggja í lífeyrissjóðum landsmanna. Þeim er stjórnað á ólýðræðislegan hátt af örfáum einstaklingum sem skipaðir eru af atvinnurekendum og forsvarmönnum stéttarfélaga. Lífeyriskerfið er nú um 2800 milljarðar króna að umfangi, eða sem nemur um þreföldum fjárlögum. Staðan á þessum sjóðum er, þegar á heildina er litið, ekki nógu traust. Verið er að skerða réttindi launafólks og sér ekki fyrir endan á því. Tryggingafræðilegur halli er á opinbera hluta kerfisins upp á tæpa 600 milljarða og sú alvarlega staða verður ekki leyst nema með annað hvort gríðarlegri skerðingu réttinda eða að mjög stórtækra breytingar verði gerðar á rekstri og fjármögnun sjóðanna. Án róttækra aðgerða munu tugir þúsunda starfsmanna ríkis og sveitarfélaga verða sviknir um áhyggjulaust ævikvöld! Píratar gera því eftirfarandi tillögu. Stjórnir lífeyrissjóða verði alfarið skipaðar lýðræðislegan hátt af sjóðsfélögum sjálfum. Hver sjóðsfélagi skuli hafa jafnan framboðs og atkvæðisrétt til stjórnar síns sjóðs og á það bæði við greiðendur og lífeyrisþega og án tillits til stéttarfélagsaðildar. Þar með er kollvarpað kerfi þar sem launagreiðendur og forsvarsmenn stéttarfélaga gangi að þessum sætum vísum og eigendur fjárins annast eftir það vörslu þess og ávöxtun. 10) Til að auka hagsæld og auka samkeppnishæfi landsins, til að ná fram almennri vaxtalækkun fyrir alla landsmenn og ríkissjóð. Verðtrygging verður þá ekki umræðuefni lengur. Samkvæmt skýrslu Seðlabanka um gjaldeyrismál virðist að skynsamlegast fyrir Ísland að taka upp mynt þess svæðis sem landið á mest viðskipti við, sem er Evrópa, en Píratar taka ekki afstöðu til þess fyrr en þjóðin hefur tjáð sig um afdrif umsóknar Íslands um aðild að Evrópska Efnahagssvæðinu sbr. ályktun aðalfundar Pírata 2015. Hins vegar er ljóst að með upptöku alþjóðlega nothæfs, stöðugs gjaldmiðils væru komnar forsendur fyrir verulegri vaxtalækkun á Íslandi. Ríkissjóður, fyrirtæki og landsmenn allir spara stórfé. Áætlaður kostnaður við að halda í krónuna er um 150-200 milljarðar á ári í hagkerfi með um 2000 milljarða verga landsframleiðslu (GDP). Það er því ávinningur sem nemur allt að 10% af vergri landsframleiðslu í því að losa íslenskt samfélag við krónuna. Það er ein mesta og mikilvægasta kjarabótsem hægt væri að veita þjóðinni á skömmum tíma. Ríkissjóður Ýmsarheimildir: Árlegur sparnaður ríkissjóðs við þessa aðgerð: 35 milljarðar. SAMANTEKT Í heild ættu þessar aðgerðir að skila ríkissjóði og sveitarfélögum auknum tekjum eða sparnaði árlega sem hér segir: 1.Fjármagnstekjuskattur 15 milljarðar Bætt rekstrarstaða ríkissjóðs: 92.3 milljarðar |