Assumptions
- eðlislögmálum varmafræðinnar varðandi nýtanleika orku,
- þeirri staðreynd að auðlindir jarðar eru endanlegar,
- því hlutverki hagkerfisins að tryggja aðgang samfélagsins að nauðsynlegum efnislegum gæðum,
- afar takmörkuðu aðgengi að upplýsingum um hagkerfið
- og nær algjörum skorti á lýðræðislegum starfsháttum í atvinnurekstri,
Declarations
- Endurskipuleggja þarf hagkerfið til að tryggja stöðugleika þess þegar áframhaldandi vöxtur er útilokaður.
- Tryggja þarf lágmarksafkomu hvers og eins, svo efnahagslegar þrengingar geti ekki svipt einstaklinga möguleikanum á því að nýta réttindi sín.
- Safna þarf og miðla upplýsingum um stöðu hagkerfisins með skýrum hætti. Koma þarf á gagnsæi varðandi mikilvæga þætti á borð við dreifingu fjármagns.
- Stefna þarf að því að efnahagurinn þjóni þörfum samfélagsins.
- Sérstaklega ber að hlúa að rekstri sem byggir á lýðræðislegum starfsháttum og efla rétt og getu launþega til að koma að ákvörðunum sem varða starfsskilyrði þeirra.
Tillaga þessi hefur verið samþykkt með atkvæðagreiðslu.
Útgáfur
# |
Staða |
Höfundur |
Lýsing |
1 |
Samþykkt |
smari |
|