Samþykkt: Ályktun um aðgengi fatlaðs fólks að viðburðum á vegum Pírata
Með tilvísun í grunnstefnu Pírata:
2.1 Píratar beita sér fyrir eflingu og verndun borgararéttinda.
2.2 Útvíkkun borgararéttinda skal miða að styrkingu annarra réttinda.
2.3 Standa þarf vörð um núverandi réttindi og gæta þess að þau séu ekki skert.
2.4 Píratar telja að borgararéttindi tilheyri einstaklingum, og að réttur hvers og eins sé jafn sterkur.
Og með hliðsjón af:
Stefnu Pírata um "Réttindi fatlaðs fólks" https://x.piratar.is/issue/93/ ásamt 9. grein "Samnings Sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks" (SSRFF) þar sem stendur skv. Þýðingu sem fylgir þingsályktunartillögu sem samþykkt hefur verið á alþingi þess efnis að fullgilda SSRFF. http://www.althingi.is/altext/145/s/1637.html
> 9 gr. Aðgengi.
1. Aðildarríkin skulu gera viðeigandi ráðstafanir í því skyni að gera fötluðu fólki kleift að lifa sjálfstæðu lífi og taka fullan þátt á öllum sviðum lífsins, þ.e. ráðstafanir sem miða að því að tryggja fötluðu fólki aðgang til jafns við aðra að hinu efnislega umhverfi, að samgöngum, að upplýsingum og samskiptum, einnig að upplýsinga- og samskiptatækni og kerfum þar að lútandi, og að annarri aðstöðu og þjónustu sem almenningi stendur opin eða er veitt, bæði í þéttbýli og dreifbýli. Fyrrnefndar ráðstafanir, sem skulu felast í því að staðreyna og útrýma hindrunum og tálmum sem hefta aðgengi, skulu meðal annars ná til:
a) bygginga, vega, samgangna og annarrar aðstöðu innan dyra sem utan, einnig til skóla, íbúðarhúsnæðis, heilbrigðisþjónustu og vinnustaða,
b) upplýsinga- og samskiptaþjónustu og annarrar þjónustu, einnig til rafrænnar þjónustu og neyðarþjónustu.
2. Aðildarríki skulu og gera viðeigandi ráðstafanir til þess að:
a) þróa, útbreiða og fylgjast með því að lágmarkskröfum og leiðbeiningum sé fullnægt viðvíkjandi aðgengi að aðstöðu og þjónustu sem almenningi stendur opin eða er veitt,
b) tryggja að einkaaðilar, sem bjóða fram aðstöðu og þjónustu sem almenningi stendur opin eða er veitt, taki mið af hvers kyns aðgengi fatlaðs fólks,
c) hagsmunaaðilum sé veitt fræðsla um aðgengismál sem varða fatlað fólk,
d) hafa leiðbeiningar með punktaletri og auðlesnar og auðskiljanlegar merkingar í bygg ingum og annarri aðstöðu, sem almenningi stendur opin,
e) láta í té ýmiss konar aðstoð á staðnum og þjónustu milliliða, þar á meðal fylgdar manna, lesara og faglærðra táknmálstúlka, með það að markmiði að auðvelda aðgengi að byggingum og annarri aðstöðu sem almenningi stendur opin,
f) stuðla að því að fatlað fólk fái notið annars konar viðeigandi aðstoðar og þjónustu sem tryggir því aðgang að upplýsingum,
g) stuðla að aðgangi fatlaðs fólks að nýrri upplýsinga- og samskiptatækni og kerfum þar að lútandi, einnig að Netinu,
h) við hönnun, þróun, framleiðslu og dreifingu aðgengilegrar upplýsinga- og samskipta tækni og kerfa þar að lútandi sé frá upphafi unnið að því að slík tækni og kerfi verði aðgengileg með sem minnstum tilkostnaði.
Álykta Píratar að:
Aðgengi fatlaðs fólks verði tryggt á alla staði og viðburði á vegum Pírata.
Tillaga þessi hefur verið samþykkt með atkvæðagreiðslu.
Tilheyrandi mál: | Ályktun um aðgengi fatlaðs fólks að viðburðum á vegum Pírata |
---|
Útgáfur
# | Staða | Höfundur | Lýsing |
---|---|---|---|
1 | Samþykkt | Beltiras |