Samþykkt: Afnám hnefaleikabanns og keppni í bardagaíþróttum
Með tilvísan í:
Grunnstefnu Pírata númer:
2.1 Píratar beita sér fyrir eflingu og verndun borgararéttinda.
2.4 Píratar telja að borgararéttindi tilheyri einstaklingum, og að réttur hvers og eins sé jafn sterkur.
3.3 Til friðhelgi telur réttur til leyndar, nafnleysis, og sjálfsákvörðunarréttar
6.1 Píratar telja að allir hafi rétt til að koma að ákvarðanatöku um málefni sem varða þá.
Með hliðsjón af:
- I. Íþróttalög nr. 64/1998
http://www.althingi.is/lagas/137/1998064.html
II. Jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar (65. gr.)
III. Atvinnufrelsisákvæði stjórnarskrárinnar (75. gr.)
IV. Lög um að banna hnefaleika 92/1956
http://www.althingi.is/lagas/140b/1956092.html
- V. Reglur Hnefaleikanefndar ÍSÍ (HNÍ) og keppnisreglur.
http://isitosc.sidan.is/content/files/public/skjol/Verkefni/Hnefaleikanefnd/HNI%20reglur.pdf
- VI. Sænsk lög frá 2006:1006 um leyfi fyrir keppnishaldi í tilteknum bardagaíþróttum.
http://www.notisum.se/rnp/sls/lag/20061006.HTM
- VII . Leyfi sænska bardagaíþróttasambandsins til MMA sambands Svíþjóðar og keppnisreglur.
http://www.smmaf.se/UserFiles/Files/Beslut_216-05802-2010.pdf
Álykta Píratar:
Að öllum er í sjálfsvald sett hvort þeir stunda, keppa eða sýna hnefaleika og aðrar bardagaíþróttir, hvort heldur er í atvinnu- eða áhugaskyni.
Hafa skal samráð við þau íþróttafélög sem málið varðar um útfærslu á nýum lögum og/eða breytingum á gildandi lögum; sem og reglum sem tryggja öryggi í keppni og ábyrga iðkun íþróttanna.
Tilheyrandi mál: | Afnám hnefaleikabanns og keppni í bardagaíþróttum |
---|