Umhverfis- og loftslagsstefna

Þessi tillaga hefur verið dregin til baka af flutningsmanni eða umsjónarmanni.
Tilheyrandi mál:Umhverfis- og loftslagsstefna

Útgáfur

# Staða Höfundur Lýsing
1 Dregin til baka BaldurK

Fyrir liggur framsýn stefna Pírata um aðgerðaráætlun í loftslagsmálum frá árinu 2016 sem nú sætir uppfærslu. Í aðdraga alþingiskosninga 2021 setja Píratar sér nýja og metnaðarfulla umhverfis- og loftslagsstefnu sem mætir þeim áskorunum sem baráttan við loftslagsvána hefur fært ríkjum heims. Í hinni nýju stefnu er einnig kveðið á um leiðir og aðgerðir er varða náttúruvernd, hringrásarsamfélagið, valdeflingu almennings í umhverfismálum og aðgerðir á alþjóðasviðinu.

Stefna þessi skiptist í átta kafla. Fyrstu fjórir kaflarnir taka á aðgerðum í umhverfismálum, og þá sérstaklega þeim sem snúa að viðbrögðum við lofslagsbreytingum. Fimmti kaflinn fjallar um náttúruvernd. Sjötti kaflinn fjallar um mótun hringrásarsamfélags, sá sjöundi um valdeflingu almennings og sá áttundi um aðgerðir á alþjóðasviðinu.

Með stefnunni er eldri stefna um aðgerðaráætlun Pírata í loftslagsmálum frá árinu 2016 felld úr gildi. Til viðbótar við stefnuna liggja einnig fyrir stefnur í nokkrum öðrum málaflokkum sem geta skipt sköpum fyrir umhverfis- og loftslagsmál, og koma til viðbótar við þessa stefnu. Þar má fyrst nefna stefnu um verndun hafsins nr. 4/2017, loftslagsaðlögunarstefnu nr. 10/2020 auk ályktunar um að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum.

Einstakar greinar stefnunnar þarfnast ekki skýringa þar sem að í stefnunni felast bæði markmið sem og skilgreindar aðgerðir til að ná þeim markmiðum. Stefnan er ítarleg og víðtæk þegar kemur að umhverfis- og loftslagsmálum og viðbrögðum við þeim krefjandi viðfangsefnum sem nú blasa við á því sviði.