Samþykkt: Jafnréttisstefna varðandi staðalmyndir
Með tilliti til
Greinar §2.1 í grunnstefnu Pírata um eflingu og verndun borgararéttinda.
Greinar §2.2 í grunnstefnu Pírata um útvíkkun borgararéttinda
Greinar §2.3 í grunnstefnu Pírata um vernd um núverandi réttinda
Greinar §1-§6 í stefnu Pírata um lögbundna kynfræðslu
Rannsóknarritgerðarinnar Áhrif fjölmiðla og kláms á kynheilbrigði unglinga (http://skemman.is/handle/1946/11450)
Grein um þriðja kynið á Wikipedia (http://en.wikipedia.org/wiki/Third_gender)
Álykta Píratar að:
Að samhliða því að nám verði einstaklingsmiðaðra (sbr. menntastefnu Pírata) verði einnig markvisst unnið að því að draga úr kynbundnum hindrunum við val á námi og starfssviði.
Að komið verði á fót jafnréttisfræðslu innan grunnskóla samhliða kynfræðslu þar sem áhersla verði lögð á fjölbreytileika, umburðarlyndi og virðingu. Fræðsluefni taki einnig mið af því að vinna á móti fordómum og staðalímyndum almennt.
Spornað skuli við neikvæðum áhrifum kláms á kynhegðun og kynjaímyndir, ekki síst á börn og unglinga. Stuðlað skuli að öflugri fræðslu og þjóðfélagsumræðu sem miðar að því að vekja fólk til umhugsunar um eðli kláms og áhrif þess.
Að Ríkisútvarpinu verði gert að marka sér stefnu um innkaup á barna- og unglingaefni með áhugaverðum og skemmtilegum söguhetjum af ýmsum kynjum.
5.Að viðurkennt verði lögformlega "þriðja" kynið í opinberum skráningum svo sem í vegabréfum og hugtakið innleitt í öðru opinberu starfi. Með vísan til Indlands, Pakistan, Nepal, Ástralíu og Nýja Sjálands.
Tilheyrandi mál: | Jafnréttisstefna varðandi staðalmyndir |
---|