Tillaga: Jafnréttisstefna varðandi staðalmyndir
Með tilliti til
aaaa
* Greinar §2.1 í grunnstefnu Pírata um eflingu og verndun borgararéttinda.
- Greinar §2.2 í grunnstefnu Pírata um útvíkkun borgararéttinda 
- Greinar §2.3 í grunnstefnu Pírata um vernd um núverandi réttinda 
- Greinar §1-§6 í stefnu Pírata um lögbundna kynfræðslu 
- Rannsóknarritgerðarinnar Áhrif fjölmiðla og kláms á kynheilbrigði unglinga (http://skemman.is/handle/1946/11450) 
- Grein um þriðja kynið á Wikipedia (http://en.wikipedia.org/wiki/Third_gender) 
Álykta Píratar að:
- Að samhliða því að nám verði einstaklingsmiðaðra (sbr. menntastefnu Pírata) verði einnig markvisst unnið að því að draga úr kynbundnum hindrunum við val á námi og starfssviði. 
- Að komið verði á fót jafnréttisfræðslu innan grunnskóla samhliða kynfræðslu þar sem áhersla verði lögð á fjölbreytileika, umburðarlyndi og virðingu. Fræðsluefni taki einnig mið af því að vinna á móti fordómum og staðalímyndum almennt. 
- Spornað skuli við neikvæðum áhrifum kláms á kynhegðun og kynjaímyndir, ekki síst á börn og unglinga. Stuðlað skuli að öflugri fræðslu og þjóðfélagsumræðu sem miðar að því að vekja fólk til umhugsunar um eðli kláms og áhrif þess. 
- Að Ríkisútvarpinu verði gert að marka sér stefnu um innkaup á barna- og unglingaefni með áhugaverðum og skemmtilegum söguhetjum af ýmsum kynjum. 
5.Að viðurkennt verði lögformlega "þriðja" kynið í opinberum skráningum svo sem í vegabréfum og hugtakið innleitt í öðru opinberu starfi. Með vísan til Indlands, Pakistan, Nepal, Ástralíu og Nýja Sjálands.