Samþykkt: Fíkni- og vímuefnastefna

Tillaga þessi hefur verið samþykkt með atkvæðagreiðslu.
Tilheyrandi mál:Fíkni- og vímuefnastefna

Útgáfur

# Ástand Höfundur Ummæli
1 Samþykkt jonthorgal

2 Tillaga bjarki

3 Tillaga jonarnarr

Það þarf nú að skerpa eitthvað á þessum texta. Ég velti fyrir mér hver á að meta hver telst "ábyrgur fíkni-og vímuefnaneytandi" og er hægt að tala um að fíkni-og vímuefnaneytandi séu ábyrgir?

4 Tillaga haffi13

jonarnarr - Það er talað um að áfengi fylgi ábyrgð og um ábyrga neyslu áfengis. Sé ekki hver munurinn ætti að vera.

5 Tillaga helgihg

Lagðar eru til lagfæringar á orðalagi, tilvísunum í "portúgölsku leiðina" skipt út fyrir skýr ákvæði um afglæpavæðingu og skaðaminnkun, en einnig er tilvísunum í grunnstefnu Pírata bætt við í samræmi við lög Pírata.

Lagt er til að fjarlægð verði tvö gögn "til hliðsjónar", hér eftir nefndir hliðsjónarliðir. Sá fyrri er liður um árangur í Portúgal á ótilgreindum tíma og fullyrðingar um rannsóknir sem ekki eru tilgreindar í fullyrðingunni sjálfri, en liggja væntanlega til grundvallar í öðrum töluliðum hliðsjónaratriða sem ekki er lagt til að verði fjarlægð. Seinni hliðsjónarliðurinn sem lagt til er sé fjarlægður er sá síðasti, en hann inniheldur beina tilvitnun í lagatexta á portúgölsku. Hliðsjónarliðirnir eru taldir flækja það sem annars er skýrt best af þeim sem eftir standa, sem eru beinar tilvísanir í tilteknar skýrslur þar sem gögn, tímabil og rök eru tekin til.

Þegar upprunaleg stefna var lögð til um afglæpavæðingu og skaðaminnkun í vímuefnamálum var einungis hin svokallaða "portúgalska leið" vel þekkt á meðal flutningsmanna en sömuleiðis var hún á þeim tíma skýrasta dæmið um útfærslu sem hafði skilað árangri þarlendis. Síðan þá hafa mun fleiri aðilar í ýmsum löndum farið ýmsar leiðir í átt að afglæpavæðingu og skaðaminnkun og eru þau úrræði í stöðugri þróun víðsvegar um heim. Afglæpavæðing og skaðaminnkun eru því ekki lengur séreinkenni lagaumhverfis vímuefnamála í Portúgal heldur heil hugmyndafræði sem nú haslar sér völl víða um heim og er til í mörgum útfærslum sem þó byggja á sömu gildum og portúgalska aðferðin.

Því er lagt til að beinar tilvitnanir í portúgölsku leiðina verði fjarlægðar úr stefnunni og þess í stað skerpt á afglæpavæðingu og skaðaminnkun án þess að getið sé um tiltekna útfærslu í tilteknu landi. Í gildandi stefnu er ennfremur hvergi minnst á skaðaminnkun sem þó er höfuðeinkenni portúgölsku aðferðarinnar og er því hér einnig lögð til áhersla á hana.

Vímuefnaneysla og vandamál henni tengd brjótast út á mjög misjafnan máta milli landa og því er engin ein tiltekin útfærsla sem hentar öllum samfélögum. Bæði er misjafnt hvaða vandamál séu algengust, hvaða vímuefni séu notuð mest en sömuleiðis lagalegt umhverfi þeirra vímuefna sem mestu samfélagslegu tjóni valda. Sem dæmi eru stærstu vímuefnavandamálin á Íslandi ekki tengd ólöglegum vímuefnum, heldur löglegum en lyfseðilskyldum efnum ásamt hinu löglega vímuefni áfengi. Þannig þurfa misjöfn lönd misjafnar útfærslur jafnvel þótt mannvirðing, útvíkkun borgararéttinda, skaðaminnkun og afglæpavæðing séu forsendur stefnunnar.

Tillögunum er einnig ætlað að skýra orðalag stefnunnar, sérstaklega 2. tölulið. Í gildandi tillögu er kveðið á um að leggja skuli fram frumvarp þess efnis að fara portúgölsku leiðina. Þó yrði slíkt ekki gert með frumvarpi heldur þingsályktunartillögu og reyndar ýmsum öðrum leiðum, svosem starfshópum og sjálfsagt einnig reglugerðum, reglum og stjórnvaldsfyrirmælum í framtíðinni. Því er lagt til að fjarlægð sé kvöð á um að tiltekið lagatæknilegt tæki sé notað til að ná settu markmiði. Í stað þess að vísa beinlínis í portúgölsku leiðina er lagt til einfalt orðalag sem kveður á um afglæpavæðingu ólöglegra vímuefna óháð því hvaða lagatæknilegu tæki séu notuð til að ná því markmiði, enda ekki sjálfstætt markmið að nota tiltekin lagatæknileg tæki.

Seinni hluta 2. töluliðar og 3. tölulið í heild er skipt upp í fleiri ákvæði til að auka bæði skýrleika þeirra og nákvæmni.

Orðalagi um "ábyrga notendur fíkni- og vímuefna" og þá "sem ekki kunna sér hóf" er skipt út fyrir ótvíræðara og skýrara orðalag sem ekki einkennist af manngreiningaráliti.

Þá er lagt til að í stað hugtaksins "fíkni- og vímuefni" sé einfaldlega notast við hugtakið "vímuefni" þar sem engin ástæða er til að gera greinarmun á þeim í lagalegum skilningi, jafnvel þótt fíkn og víma séu ólík hugtök.

Að lokum er framsetning stefnunnar uppfærð til samræmis við nýrri venjur.