Kosningar á framboðslista

Þessi tillaga er úreld. Nýrri útgáfa hefur tekið gildi.

Í gildandi lögum Pírata segir að raðað skuli á framboðslista eftir niðurstöðu STV forgangskosningar. Vandinn er sá að STV-kosning skilar ekki röðuðum lista, heldur mengi. Það er því ómögulegt að raða á framboðslista – sem er raðaður – með STV. Þess í stað er hér lagt til að talningin fari fram með Schulze-aðferð, sem getur skilað tölusettum lista, þó hún sé oftast notuð til að kjósa í eitt sæti. Ekki er 100% víst að Schulze-talning skili sömu frambjóðendum á listann eins og STV-kosning myndi gera, en líkurnar á að veruleg breyting sé á hópnum eru hverfandi.

Þá er hér tekið fram að ekki sé nauðsynlegt að fylgja niðurstöðum kosninga algjörlega, en frambjóðendur geta óskað eftir að færa sig neðar á lista. Þá er gert ráð fyrir því að frambjóðendur hafni sætum sínum. Þessar breytingar eru gerðar í ljósi reynslunnar af röðun á lista fyrir síðustu Alþingiskosningar.

Að lokum er tekið fyrir að starfsmenn Pírata taki að sér efstu sæti á framboðslistum Pírata. Ástæða þess er einföld: Þeim sætum fylgir umtalsverð vinna, og ekki er talið mögulegt að sinna bæði hlutverki frambjóðanda og öðru starfi samhliða. Starfsmönnum er frjálst að láta af starfi sínu á meðan kosningabaráttu stendur.

Málsnúmer: 4/2014
Tillaga:Lög Pírata
Höfundur:odin
Í málaflokkum:Innra skipulag Pírata
Upphafstími:17/01/2014 15:00:01
Atkvæðagreiðsla hefst:31/01/2014 23:59:59 (0 minutes)
Atkvæðagreiðslu lýkur:14/02/2014 23:59:59 (0 minutes)
Atkvæði: 33
Já: 33 (100,00%)
Nei: 0
Niðurstaða:Samþykkt
Meirihlutaþröskuldur:66,67%

Umræða

Þessu máli lauk fyrir nokkru síðan og er því krafist innskráningar til að sjá umræðu.