Tillaga um inngöngu í PPEU
Málsnúmer: | 7/2014 |
---|---|
Tillaga: | Tillaga um inngöngu í PPEU |
Höfundur: | odin |
Í málaflokkum: | Innra skipulag Pírata |
Upphafstími: | 25/02/2014 13:01:13 |
Atkvæðagreiðsla hefst: | 09/03/2014 13:01:13 (0 minutes) |
Atkvæðagreiðslu lýkur: | 15/03/2014 13:01:13 (0 minutes) |
Atkvæði: | 28 (1 sitja hjá) |
Já: | 25 (89,29%) |
Nei: | 3 |
Niðurstaða: | Samþykkt |
Meirihlutaþröskuldur: | 50,00% |
Umræða
Þessu máli lauk fyrir nokkru síðan og er því krafist innskráningar til að sjá umræðu.
Tillaga:
- Að Píratar gangi í European Pirate Party (PPEU).
Um European Pirate Party:
PPEU er hugsað sem samstarfsvettvangur fyrir evrópskra Pírata og ætlunin er að fá viðurkenningu sem evrópskur stjórnmálaflokkur þegar til lengri tíma er litið. Það mun þó engu breyta um stöðu Íslands innan félagsins, hvort að við göngum í Evrópusambandið eða ekki.
PPEU er fyrst og fremst samstarfsvettvangur fyrir málefnastarf. PPEU hefur ekki heimild til að hafa áhrif á starf Pírata heldur er því þveröfugt farið.
Markmið PPEU er meðal annars að hvetja til og styðja við viðburði sem fjalla um samevrópsk vandamál.
Kostnaður við inngöngu er 300 evrur fyrir árið 2014.
Greinargerð:
Píratar á Íslandi hafa hag af inngöngu í félagið þar sem okkur myndi bjóðast fleiri tækifæri til að senda út Pírata til þátttöku á margs konar viðburðum, s.s. málþingum og ýmis konar málefnastarfi þegar fram líða stundir. Ef að félagið fær viðurkenningu sem evrópskur stjórnmálaflokkur kemst það á fjárlög og getur verið dyggur stuðningsaðili þesskonar starfs sem mun skila sér í að íslenskir Píratar verða áhugasamari og hæfari.
Það er mikill stuðningur innan Pírata við stofnun þessa félags, ekki síst þar sem tilfinnanlegur skortur er á auknu innbyrðis samstarfi milli evrópskra Pírata. Með því að ganga í félagið getum við tilnefnt aðila í stjórn félagsins.
Okkur mun bjóðast að senda tvo fulltrúa á stofnfund PPEU ef við gerumst félagar.
<http://ppeu.net/wiki/doku.php?id=statutes%3Afinal>