Lagabreyting: Kjörstjórn

Þessi tillaga er úreld. Nýrri útgáfa hefur tekið gildi.

Ýmsir hagsmunaárekstrar felast í því framkvæmdaráð sjái um móttöku framboðstilkynninga og hagsmunaskráninga og aðra meðhöndlun á persónukjöri, sérstaklega ef fulltrúarnir sjálfir huga að framboði eða eru jafnvel búnir að tilkynna það. Sama gildir um meðhöndlun framboðslista fyrir alþingis- og sveitarstjórnarkosningar.

Ekki er farin sú leið að skylda aðildarfélögin til þess að nýta kjörstjórnina og látið nægja að veita heimild til þess. Ýmsir hagræðingarkostir geta falist í því að deila kjörstjórn með þessum hætti og lækkar verulega líkurnar á hagsmunaárekstrum. Aðildarfélögin geta einnig veitt kjörstjórninni afmörkuð hlutverk sem hægt er að leysa rafrænt eða póstleiðis og haft annað fyrirkomulag fyrir atburði sem krefst mætingar á tilteknum stað og tíma.
Málsnúmer: 18/2014
Tillaga:Lög Pírata
Höfundur:Kjarrval
Í málaflokkum:Innra skipulag Pírata
Upphafstími:08/08/2014 15:06:47
Atkvæðagreiðsla hefst:09/08/2014 00:00:00 (0 minutes)
Atkvæðagreiðslu lýkur:15/08/2014 00:00:00 (0 minutes)
Atkvæði: 11 (1 sitja hjá)
Já: 11 (100,00%)
Nei: 0
Niðurstaða:Samþykkt
Meirihlutaþröskuldur:66,67%

Umræða

Þessu máli lauk fyrir nokkru síðan og er því krafist innskráningar til að sjá umræðu.