Lagabreyting: Fundir framkvæmdaráðs og fundargerðir

Þessi tillaga er úreld. Nýrri útgáfa hefur tekið gildi.
Almenna reglan ætti að vera að fundir framkvæmdaráðs séu tilkynntir og aðgengilegur almenningi nema sérstök ástæða sé fyrir því að loka þeim eða loka hluta þeirra. Gæta þarf auðvitað meðalhófs að þessu leiti og eingöngu loka þeim hlutum fundarins sem falla undir þær sérstöku ástæður en ekki öðrum liðum hans sem einir og sér geta ekki réttlætt lokun. Þó heill fundur sé lokaður með þessum hætti væri eðlilegt að hann sé tilkynntur en samt nefnt að hann sé lokaður í heild.

Annar liður í gagnsæiskröfunni er sá að fundargerðir framkvæmdaráðs séu gerðar og birtar innan hæfilegs tíma. Svigrúm er til þess að meta hvað teljist hæfilegt að þessu leiti en á því eru auðvitað takmörk. Séu reglur innan framkvæmdaráðs að ákvarðanir teljist ekki formlega teknar fyrr en eftir staðfestingu fundargerðar, þá myndi það teljast eðlilegt að svigrúmið myndi víkka í samræmi við það, að því gefnu að afgreiðsla fundargerðanna fari fram innan tíma sem teldist eðlilegur. Þó rædd séu einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga er krafan samt sem áður að fundargerðin sé gerð með eins mikilli nákvæmni og aðrir fundarliðir þó sá hluti sé ekki opinberlega birtur.
Málsnúmer: 20/2014
Tillaga:Lög Pírata
Höfundur:Kjarrval
Í málaflokkum:Innra skipulag Pírata
Upphafstími:08/08/2014 15:18:47
Atkvæðagreiðsla hefst:09/08/2014 00:00:00 (0 minutes)
Atkvæðagreiðslu lýkur:15/08/2014 00:00:00 (0 minutes)
Atkvæði: 11 (1 sitja hjá)
Já: 10 (90,91%)
Nei: 1
Niðurstaða:Samþykkt
Meirihlutaþröskuldur:66,67%

Umræða

Þessu máli lauk fyrir nokkru síðan og er því krafist innskráningar til að sjá umræðu.