Með tilvísun til eftirfarandi greinar í grunnstefnu Pírata
1.1 Píratar leggja áherslu á gagnrýna hugsun og vel upplýstar ákvarðanir.
2.1 Píratar beita sér fyrir eflingu og verndun borgararéttinda.
2.2 Útvíkkun borgararéttinda skal miða að styrkingu annarra réttinda.
2.4 Píratar telja að borgararéttindi tilheyri einstaklingum, og að réttur hvers og eins sé jafn sterkur.
4.5 Til að einstaklingur geti borið ábyrgð þarf hann að hafa getu til að taka ákvarðanir.
4.6 Píratar telja að allir hafi óskoraðan rétt til aðkomu að ákvörðunum sem varða eigin málefni, og rétt til vitneskju um það hvernig slíkar ákvarðanir hafi verið teknar.
6.1 Píratar telja að allir hafi rétt til að koma að ákvarðanatöku um málefni sem varða þá.
6.2 Réttur er tryggður með styrkingu beins lýðræðis og eflingu gegnsærrar stjórnsýslu.
Kosningaaldur og kjörgengi verði miðað við að viðkomandi verði 16 ára á árinu.
Menntakerfi samfélagsins skuli gegna fræðsluskyldu um lýðræði og kosningar (lýðræðisfræðsla).
Efla skuli alþingi unga fólksins.
Greinargerð
Aðalnámskrá grunnskóla tilgreinir lýðræði sem grunnþátt menntunar. Sú lykilhæfni sem stefnt er að með nemendum í grunnskóla er að þeir geti að loknu námi tekið sjálfstæðan þátt í lýðræðislegu samstarfi og samræðu. Hvort sem hver nemandi nær þessum markmiðum eða ekki þá er ekki hægt að takmarka lýðræðisþátttöku við árangur, lýðræði er fyrir alla.