Drög stjórnarskrárnefndar að ákvæði um auðlindir í þjóðareign
Tillaga samþykkt á félagsfundi 25. febrúar 2016
Málsnúmer: | 11/2016 |
---|---|
Tillaga: | Drög stjórnarskrárnefndar að ákvæði um auðlindir í þjóðareign |
Höfundur: | bjornlevi |
Í málaflokkum: | Lýðræði |
Upphafstími: | 26/02/2016 11:58:45 |
Umræðum lýkur: | 11/03/2016 11:58:45 (0 minutes) |
Atkvæðagreiðsla hefst: | 04/03/2016 11:58:45 (0 minutes) |
Atkvæðagreiðslu lýkur: | 11/03/2016 11:58:45 (0 minutes) |
Atkvæði: | 176 (2 sitja hjá) |
Já: | 65 (36,93%) |
Nei: | 111 |
Niðurstaða: | Hafnað |
Meirihlutaþröskuldur: | 50,00% |
Umræða
Þessu máli lauk fyrir nokkru síðan og er því krafist innskráningar til að sjá umræðu.
Með tilvísun til eftirfarandi greina í grunnstefnu Pírata
1.1 Píratar leggja áherslu á gagnrýna hugsun og vel upplýstar ákvarðanir.
1.2 Í þessu felst að Píratar móti stefnu sína í ljósi gagna og þekkingar sem er aflað óháð því hvort tillaga virðist í fyrstu æskileg eða ekki. Afstaða Pírata til hugmynda er óháð því hverjir fortalsmenn hennar eru.
6.1 Píratar telja að allir hafi rétt til að koma að ákvarðanatöku um málefni sem varða þá.
6.2 Réttur er tryggður með styrkingu beins lýðræðis og eflingu gegnsærrar stjórnsýslu.
6.3 Píratar telja að draga þurfi úr miðstýringu valds á öllum sviðum og efla þurfi beint lýðræði í þeim formum sem bjóðast.
Álykta Píratar
Píratar styðja að drög að frumvarpi stjórnarskrárnefndar um auðlindir í þjóðareign fái þinglega meðferð.
Greinargerð
Ályktun þessi lýtur að tillögu að ákvæði um þjóðareign á auðlindum sem stjórnarskrárnefnd birti til kynningar og umsagna, föstudaginn 19. febrúar síðastliðinn. Tillagan er svohljóðandi:
>Auðlindir náttúru Íslands tilheyra íslensku þjóðinni. Þær ber að nýta á sjálfbæran hátt og til hagsbóta landsmönnum öllum. Ríkið hefur eftirlit og umsjón með meðferð og nýtingu auðlindanna í umboði þjóðarinnar.
Náttúruauðlindir og landsréttindi sem ekki eru háð einkaeignarrétti eru þjóðareign. Enginn getur fengið þessi gæði eða réttindi tengd þeim til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þau eða veðsetja. Handhafar löggjafarvalds og framkvæmdarvalds fara með forsjá og ráðstöfunarrétt þeirra í umboði þjóðarinnar.
Að jafnaði skal taka eðlilegt gjald fyrir heimildir til nýtingar auðlinda sem eru í eigu íslenska ríkisins eða þjóðareign. Veiting nýtingarheimilda skal grundvallast á lögum og gætt skal jafnræðis og gagnsæis. Slíkar heimildir leiða aldrei til varanlegs eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir auðlindum.
Þrátt fyrir að stjórnarskrárnefnd hafi skilað tillögum til umsagna er yfirstandandi ferli hvergi nærri lokið. Næsta skref, ef nefndin skilar endanlegum tillögum, er meðferð á Alþingi og að lokum þjóðaratkvæðagreiðsla, yrði málið samþykkt á Alþingi.
Með þessari tillögu er lagt til að Píratar styðji að frumvarp þetta fái þinglega meðferð og þá í framhaldinu mögulega í þjóðaratkvæðagreiðslu. Í því felst ekki flokksmenn gefi þingmönnum Pírata fyrirmæli um að greiða atkvæði á einn eða annan veg, enda yrðu þeir ekki bundnir af slíku sbr. ákvæði stjórnarskrárinnar.
Um þessa ályktun geta flokksmenn kosið á hvaða forsendum sem er og við undirbúning tillögunnar var lögð áhersla á að binda stuðning eða höfnun ekki við neinar tilteknar forsendur. Hver og einn flokksmaður getur greitt atkvæði og stutt eða hafnað tillögunni á sínum eigin forsendum.