Uppbygging Landsspítala við Hringbraut

Tillögu þessari hefur verið hafnað með atkvæðagreiðslu.

Ítarlegar rannsóknir fagaðila hafa leitt í ljós að hagkvæmast og fýsilegast er að reisa nýjan Landspítala við Hringbraut í Reykjavík. Píratar ættu að lýsa yfir stuðningi sínum við fyrirhugaða staðsetningu spítalans í ljósi þess vandaða ferlis sem farið var í við val á staðsetningu. Nauðsynlegur undirbúningur fyrir framkvæmdinni við Hringbraut er hafinn á vegum opinbera hlutafélagsins Nýr Landspítali ohf. sem stofnað var í kjölfar lagasetningar Alþingis þann 1. júlí 2010.

Núverandi aðstaða Landspítala Íslands er óásættanleg með öllu og mikið liggur við að uppbygging nýs spítala hefjist sem fyrst. Komi ekki fram upplýsingar um ófyrirséðan forsendubrest eða aðrar mjög veigamiklar ástæður til þess breyta ákvörðun um staðsetningu nýs Landspítala er mikilvægt að fyrirhuguð staðsetning spítalans við Hringbraut njóti stuðnings Pírata. Leiða má sterkar líkur að því að val á nýrri staðsetningu myndi valda óviðunandi töfum á framkvæmdinni ásamt því að fela í sér stóraukin kostnað fyrir þjóðarbúið.

Ítarefni: Upplýsingar af vef Nýs Landspítala ohf.:
Fyrir liggur niðurstaða starfsnefndar heilbrigðis – og tryggingamálaráðherra frá janúar 2002 að starfsemi sjúkrahússins skyldi öll sameinuð við Hringbraut þar sem nýbyggingar yrðu aðallega reistar sunnan gömlu Hringbrautarinnar. Voru meginrök nefndarinnar fyrir uppbyggingu við Hringbraut þau að þar yrði;

? kostnaður við útfærsluna minnstur, m.a. vegna bygginganna sem fyrir eru á lóðinni og nýta má til starfseminnar,
? nálægð við Háskóla Íslands myndi tryggja nauðsynlega samvinnu þessara tveggja mikilvægu stofnana,
? möguleikar til áframhaldandi uppbyggingar væru tryggðir,
? aðgengi þeirra sem nýta sér þjónustu spítalans og starfsmanna yrði gott þegar gatnakerfið hefði verið lagfært.

Í kjölfar þess að haustið 2008 sköpuðust nýjar og áður óþekktar aðstæður í þjóðfélaginu þótti ástæða til að endurskoða niðurstöðu frumathugunar og endurmeta forsendur verkefnisins. Sérfræðingar norsku hönnunarog ráðgjafarfyrirtækjanna Momentum Arkitektar AS og Hospitalitet AS voru fengnir til verksins og skiluðu þeir niðurstöðu sinni í apríl 2009.

Megin niðurstöður þeirra voru þessar;
? það er mun dýrara að „gera ekkert“ en að ráðast í framkvæmdir þegar til lengri tíma er litið,
? undirbúningsvinnan hingað til fær góða umsögn og staðfest er sú forsenda verkefnisins að miklir fjármunir sparist í rekstri með því að leggja af starfsemina í Fossvogi og sameina spítalareksturinn við Hringbraut,
? sameining er því forgangsmál og unnt er að áfangaskipta verkefninu þannig að hagkvæmni hennar skili sér strax
? nauðsynlegt er að hanna tilteknar byggingar með sveigjanleika í huga varðandi rekstur og fyrirkomulag þegar horft er til lengri framtíðar.

Í niðurstöðu endurskoðunarinnar er einnig gert ráð fyrir að hagkvæmast sé að byggja nýbyggingar á lóð Landspítala við Hringbraut sem tengist núverandi byggingum og verði þær jafnframt fyrsti áfangi frekari uppbyggingar á lóðinni. Þannig sé hægt að nýta þann húsakost sem fyrir er með sem hagkvæmustum hætti.

Sjá forsögu uppbyggingar nýs Landspítala við Hringbraut:
http://www.nyrlandspitali.is/verkefnidh/forsagan.html

         Opinbera hlutafélagið Nýr Landspítali ohf. og starfsemi þess: 
             Nýr Landspítali ohf. (NLSH) er opinbert hlutafélag sem hefur það að markmiði að standa að 
             nauðsynlegum undirbúningi og láta bjóða út byggingu nýs Landspítala við Hringbraut í 
             Reykjavík og semja um að ríkið taki bygginguna á langtímaleigu að útboði loknu. 

             NLSH tók til starfa 1. júlí 2010 í kjölfar þess að Alþingi samþykkti lög um stofnun félagsins. 
             NLSH er heimilt að gera hverskonar samninga til að ná markmiðum sínum á sem hagkvæmastan 
             hátt en ekki er heimilt að hefja framkvæmdir að loknu útboði fyrr en Alþingi hefur heimilað þær með 
             lögum. 

             Heimildir: Sjá hér: <a target="_blank" href="http://www.nyrlandspitali.is/umnlsh.html" rel="nofollow">http://www.nyrlandspitali.is/umnlsh.html</a> 

             Forsaga uppbyggingar nýs Landspítala við Hringbraut: 
                 <a target="_blank" href="http://www.nyrlandspitali.is/verkefnidh/forsagan.html" rel="nofollow">http://www.nyrlandspitali.is/verkefnidh/forsagan.html</a> 

         Viljayfirlýsing um aðkomu lífeyrissjóða að fjármögnun og undirbúningi að byggingu nýs Landspítala

https://www.velferdarraduneyti.is/media/Frettamyndir2009/Viljayfirlysingumadkomulifeyrissjoda.pdf

Uppbygging Landspítala við Hringbraut í Reykjavík Elsa B. Friðfinnsdóttir Lokaverkefni til MPAgráðu í opinberri stjórnsýslu
http://skemman.is/stream/get/1946/19319/44930/1/ElsaBFri%C3%B0finnsd%C3%B3t tir.pdf

Málsnúmer: 18/2016
Tillaga:Uppbygging Landsspítala við Hringbraut
Höfundur:odin
Í málaflokkum:Heilbrigðismál
Upphafstími:20/03/2016 22:51:07
Atkvæðagreiðsla hefst:27/03/2016 22:51:07 (0 minutes)
Atkvæðagreiðslu lýkur:03/04/2016 22:51:07 (0 minutes)
Atkvæði: 94 (3 sitja hjá)
Já: 38 (40,43%)
Nei: 56
Niðurstaða:Hafnað
Meirihlutaþröskuldur:50,00%

Umræða

Þessu máli lauk fyrir nokkru síðan og er því krafist innskráningar til að sjá umræðu.