Fara aftur í þing

Heilbrigðismál

Nýjar umræður

Fín stefna en sakna greinargerðar. Það hindrar mig ekki í því að kjósa með. En það er betra að hafa greinargerð svo það sé í framtíðinni skýrt hvað fólk er að hugsa. Í sjálfu sér fúnkera kommentin líka sem greinargerð, en þú veist, má tikka í öll box þegar það er ekki vesen.
04/04/2017 11:11:46
Ég styð þessa tillögu og alveg sérstaklega þá hugmynd að veitingahúsum og opinberum stofnunum sé í sjálfsvald sett hvaða reglur slíkir staðir setja. Eimpípur og eimvökvar eru mismunandi. Sumar eimpípur framleiða gríðarlegan gufumökk og sumir vökvar gefa frá sér stæka lykt. Aðrar eimpípur og aðrir vökvar framleiða nánast enga gufu við útöndun og hægt er að fá algjörlega lyktarlausa vökva. Ef ég væri veitingamaður bæði ég fólk sem framleiðir lyktsterkan gufustrók að ganga útfyrir en léti þá afskiptalausa sem hvorki skila frá sér gufu eða lykt. Ég reykti 15 til 20 London Docks vindla á dag þar til í lok október 2015. Var úrkula vonar um að mér tækist að hætta að reykja og sætti mig við að tóbakið dræpi mig. Keypti mér samt eimpípu og sterkasta vökva sem ég fann (36) í þeirri von að ég gæti helmingað tóbaksnotkunina. Eftir viku var ég algjörlega laus við vindlana og hef ekki reykt einn einasta vindil síðan. Núna nota ég helmingi veikari vökva og stefni að því að skera styrkinn rólega niður í núll í fyllingu tímans. Utan heimilis nota ég eimpípu sem skilar nær engri gufu við útöndun og alltaf lyktarlausan vökva. Ég á einnig mikilfenglega gufuvél og gríp hana stundum heima hjá mér. Gætum okkar á því að regluverk um eimpípur verði ekki svo forpokað og þröngsýnt að það eyðileggi öflugasta hjálpartæki sem til er í baráttunni gegn tóbaki. Frumvarp heilbrigðisráðherra er sérlega vel til þess fallið að valda tjóni. Hvað glóra er í því að banna fólki að hafa tank á eimpípunni sem endist daginn? Hvað vinnst með því að ganga frekar með vökvabrúsann í vasanum? Ég sé heldur enga ástæðu til að banna sterka vökva. Þeir eru beinlínis nauðsynlegir fyrir stórreykingamenn. Mér finnst að tillaga Pírata hefði mátt ganga lengra í frjálsræðisátt - en styð engu að síður tillöguna eins og hún stendur. Kær kveðja Pétur, Kópaskeri
04/04/2017 07:14:31
aagnarsson Ég hætti að reykja þökk sé rafrettu, nikotin-hylgis-sígarettan gerði ekki neitt. Ég skil ósköp vel að fá gufuna framan í sig getur verið óþolandi fyrir þá sem nota þetta en ef þetta hjálpar fólki að hætta að reykja tel ég það fullkomnlega eðlilegt og í samræmi við stefnu Pírata að búa til góðar reglur í kringum þetta og hvetja fólk til að nota þetta frekar en sígarettur.
03/04/2017 12:45:17
Það er ómögulegt að samþykkja þetta með ályktun gr.2 þarna inni. Bergthor, það er töluvert betra að segja nei við þessu og leggja svo fram uppfærða tillögu heldur en að segja já og "kannski" fá uppfærða tillögu seinna, að hleypa þessu í gegn og "vinna í þvi seinna" hljómar bara eins og slök vinnubrögð a la gömlu flokkarnir.
03/04/2017 09:54:25
Nei, þetta er gott hjá Jassi, afhverju geta ekki venjulegar nikotin-hylkis-sígarettur dugað... Sígarettur sem má totta hvar sem er- sem enginn tekur eftir... Óþolandi að fá þessa risa gufumekki framan í sig úr rafrettum ;)
02/04/2017 16:54:08
Jassi þessi ummæli þín eru full af fáfræði og fordómum
31/03/2017 19:41:11
Ég er samþykkur þessu, sé ályktun 2 tekin út.
30/03/2017 21:15:57
Segi nei vegna þess að: Við sem þjóð erum komin langt í að minnka skaðleg áhrif af reykingum. Það hefur tekist vegna þess að það hefur verið unnið að því a) að reka áróður B) fela stöffið c) gera neyslu þunglamalega. Þessi tillaga skaðar þennan árangur og verður til að a) sýna neyslu (svipað hegðunarmunstur) B) vekja athygli á neyslu c) gera hana töff d) leyfa hana innandyra og létta neyslu Ath. mikil tenging inn á tóbaksreykingar. Ef sama þróun verður og hefur verið varðandi reykingar minnka þær væntanlega verulega á næstu árum og áratugum. Þetta gæti snúið því ferli við, tek ekki áhættuna á því. Segi nei vegna þess að: Við sem þjóð erum komin langt í að minnka skaðleg áhrif af reykingum. Það hefur tekist vegna þess að það hefur verið unnið að því a) að reka áróður B) fela stöffið c) gera neyslu þunglamalega. Þessi tillaga skaðar þennan árangur og verður til að a) sýna neyslu (svipað hegðunarmunstur) B) vekja athygli á neyslu c) gera hana töff d) leyfa hana innandyra og létta neyslu Ath. mikil tenging inn á tóbaksreykingar. Ef sama þróun verður og hefur verið varðandi reykingar minnka þær væntanlega verulega á næstu árum og áratugum. Þetta gæti snúið því ferli við, tek ekki áhættuna á því.
30/03/2017 20:39:51
Ég segi já við þessari tillögu. Hún er ekki gallalaus enda hefur stefnumótunarferlið hjá okkur þroskast aðeins síðan tillagan var fyrst lögð fram. Þetta er sem sagt alveg óbreytt frá upprunalegu tillögunni. Gr. 2 er sem slík óþörf eins og hún er orðuð. Það _er_ opið fyrir möguleikann á að heimila notkun rafretta á opinberum stofnunum og annars staðar. Með öðrum orðum þá hefði mátt orða hana mikið betur. Einnig sakna ég greinargerðar og betri tilvísana þar sem hefði verið hægt að taka tillit til nýrra rannsókna sem hafa komið á þessu eina og hálfa ári síðan tillagan var fyrst lögð fram. En eins og áður sagði þá er ástæða fyrir þessu. Ef einhver hefur áhuga á að renna yfir umræðurnar um upprunalegu tillöguna þá má finna hana hér: https://x.piratar.is/issue/188/ Ég segi að við ættum að samþykkja þessa útgáfu eins og er. Svo er hægt (og þörf á) að vinna hana aðeins betur og leggja fram uppfærða tillögu.
30/03/2017 14:57:45
það er einungis verið að opna valmöguleikann á því að fyrirtæki geti leyft eða bannað rafrettur eftir því hvað á við, td að kaffihús geti tekið það upp að leyfa rafrettur, ég tel að það að leyfa fyrirtækjum að ákveða hvort þau vilji sé af hinu jákvæða
30/03/2017 13:12:01