Fara aftur í þing

Heilbrigðismál

Nýjar umræður

ég sakna líka greinargerðar - vantar ekki að færa þetta upp?
22/03/2017 14:17:37
Hva, engin greinargerð? Engar útskýringar á mikilvægi og samhengi málsins? Ekki tilvísun í heilbrigðisstefnu Pírata? Bara veik tilvísun í gagnrýna hugsun og upplýstar ákvarðanir (samt engin greinargerð til að upplýsa um ákvæðin sem verið er að kjósa hér um). Ég held ég taki ekki afstöðu til stefnupunktanna án þess að hafa þá útskýrða nánar.
21/03/2017 13:01:01
Ég tek undir með Arnaldi. Að sjálfsögðu er ekki verið að tala um að svæla að jafnaði öll mötuneiti landsins í gufu. En það að það sé mögulegt fyrir til dæmis fanga í einangrunarvist eða lokaðar geðdeildir til þess að heimila notkun á afmörkuðum svæðum er það sem þetta ætti að skila.
21/03/2017 12:49:24
Ég held það sé mikilvægt að fólki sé í sjálfvald sett hvaða reglur það vill hafa um svona nokkuð. Við "mengum" loftið hjá hvert öðru bara með almennu samneyti, slæmum ilmvötnum, líkamsþefjum o.s.frv. Þar til sýnt er fram á einhverja skaðsemi af nánd við óbeina eimun tel ég heilsufarslega skaðlegt að leyfa þetta ekki allsstaðar.
21/03/2017 10:21:00
Ég ákvað að hafa þennan lið í stefnuni og láta reyna á hana. Mér finnst mikilvægt að stofnanir á borð við t.d. elliheimili fái að ákveða hvernig reglur eiga að vera í kringum þetta hjá þeim, frekar en að setja blátt bann á að nota þetta innandyra. Mér finnst líka mikilvægt að það sé skapaður hvati til þess að nota frekar rafrettur en venjulegar sígarettur.
21/03/2017 10:12:58
Kannski eina sem ég set fyrirvara á er það að heimila notkun á opinberum stofnunum og öðrum slíkum stöðum. Ekki á móti því beint, en ég held mögulega að það geti virkað sem skref afturábak þegar fólk er búið að venjast því að vera ekki að finna lykt af því sem fólkið á næsta borði er að reykja og slíkt. Amk. umhugsunarefni, en ég hugsa að ég samþykki þetta samt.
21/03/2017 10:04:54
Tek undir þetta og greiði atkvæði með þessari stefnu.
08/08/2016 14:37:28
Styð þetta heilshugar - það er virkilega þörf endurbóta á þessu sviði.
08/08/2016 14:34:22
Spurning með fegrunaraðgerðir og þá munin á fegrunaraðgerð og lýtaaðgerðum? Hver á að ráða þar för? Annars er ég samála að tannlækningar eiga að vera hluti af heilbryggðisþjónustu og þá borguð með sköttum. Allir að sitja við sama borð.
08/08/2016 14:20:50