Gagnsæi í eignarhaldi íslenskra fyrirtækja og aflandsfélaga í eigu Íslendinga
Í samræmi við eftirfarandi fundargerð félagsfundar http://pad.piratar.is/p/almennurfundur20.5.2016
Málsnúmer: | 29/2016 |
---|---|
Tillaga: | Gagnsæi í eignarhaldi íslenskra fyrirtækja og aflandsfélaga í eigu Íslendinga |
Höfundur: | bjornlevi |
Í málaflokkum: | Gagnsæi |
Upphafstími: | 21/05/2016 10:09:09 |
Umræðum lýkur: | 04/06/2016 10:09:08 (0 minutes) |
Atkvæðagreiðsla hefst: | 27/05/2016 10:09:08 (0 minutes) |
Atkvæðagreiðslu lýkur: | 04/06/2016 10:09:08 (0 minutes) |
Atkvæði: | 73 |
Já: | 73 (100,00%) |
Nei: | 0 |
Niðurstaða: | Samþykkt |
Meirihlutaþröskuldur: | 50,00% |
Umræða
Þessu máli lauk fyrir nokkru síðan og er því krafist innskráningar til að sjá umræðu.
Með tilvísun í stefnu Pírata
3 gr. stefnu Pírata um gerð hagkerfisins
2 gr. stefnu Pírata um samkeppnismál
Með tilvísun í
- Stefnu Pírata um útsvar fyrirtækja
- Stefnu Pírata um þunna fjármögnun
- Efnahagsstefnu Pírata
- Skýrslu Fjármálaráðuneytis um umfang skattsvika frá árinu 1993
- Greinar um CFC-löggjöf úr tímaritinu Tíund 2006
- Greinar um Skattaeftirlit í aðdraganda hrunsins eftir Jóhannes Karlsson 2010
- Greinar um umfang skattasvika á Íslandi eftir Ingu Guðmundsdóttir.
álykta Píratar að
- Fyrirtækjaskrá ásamt öllum skrásetningum og ársskýrslum félaga sem varðveitt eru af hinu opinbera, skal vera gerð opin og aðgengileg öllum að kostnaðarlausu.
- Öll fyrirtæki sem skráð eru erlendis, þar sem aðilar með skattalegt aðsetur á Íslandi fara samtals með virkan hlut, skulu skráð í fyrirtækjaskrá ásamt upplýsingum um eignarhluti þeirra.
- Ríkisskattstjóri skal halda lista yfir lönd sem teljast skattaskjól, eignaskjól og skrásetningarskjól og skulu fyrirtæki í eigu íslendinga með heimilisfesti í þeim löndum greiða sérstakt, hóflegt eðlilegt árgjald í ríkissjóð til að mæta kostnaði við eftirlit með aflandsfélögum.
- Samningar um skuggaeignahald skulu þinglýstir og gerðir opinberir. Munnlegir samningar um skuggaeignahald skulu ekki hafa lagalegt gildi.
Greinargerð
Markmið þessarar stefnu er að auka gagnsæi sem lýtur að fyrirtækjum og eignarhaldi þeirra, sér í lagi fyrirtækja með heimilisfesti í skattaskjólum, eignaskjólum og skrásetningarskjólum. En einnig fyrirtækjasamsteypum og starfsstöðvum þeirra. Flest fyrirtæki eru starfrækt með heiðarlegum hætti, en það er að færast í aukana að ýmsar æfingar séu gerðar til að auðvelda skattaundanskot, fela eignir eða fela eignarhald. Aukin skráningarskylda og gagnsæi eru liður í að sporna gegn skattaundanskotum.
Skattaskjól eru lönd með lokaðar fyrirtækjaskrár og falið eignarhald sem miðar að því að gera skattayfirvöldum annarra landa erfitt fyrir að áætla skatt á fyrirtæki með skráningu þar. Bresku jómfrúareyjar og Panama eru dæmi um slík lönd.
Eignaskjól eru lönd með strangar reglur um bankaleynd og leynd um eignarhald á fasteignum og öðru, sem miðar að því að koma í veg fyrir heildstæða yfirsýn á eignum lögaðila í öðrum löndum. Luxemborg og Cayman eyjar eru dæmi um slík lönd.
Skrásetningarskjól eru lönd sem gera engar kröfur um að lögaðilar séu skráðir formlega í stjórn fyrirtækja og gera oftast eingöngu ráð fyrir að póstfang fyrir samskipti við fyrirtæki séu gefin upp, svo hægt sé að eiga samskipti við hina óþekktu stjórn fyrirtækisins. Belize er dæmi um slíkt land.
Lönd geta auðveldlega tilheyrt fleiri en einum flokki hér að ofan. Oft eru settar upp keðjur fyrirtækja sem fara í gegnum mörg lönd til að ná fram ákveðnum eiginleikum. Til að mynda gæti fyrirtæki verið skráð í Bretlandi (sem viðskiptaland), í eigu fyrirtækis sem er skráð á Bresku jómfrúareyjum (til að forðast skattlagningu), sem er svo í eigu fyrirtækis skráð í Belize (til að fela raunverulegt eignarhald fyrirtækisins).
grein þessarar stefnu snýr að því að leyfa almenningi að nálgast nákvæmar upplýsingar um eignarhald fyrirtækja. Þar sem eignarhald fyrirtækja er þáttur í samskiptum fólks við markaðinn og samfélagið er ekki hægt að sjá að persónuverndarsjónarmið eigi við. Eignarhald á fyrirtækjum er ólíkt aðild í áhugamannafélögum að því leyti að eignarhaldið skapar skattalegar skyldur á eigendur og eykur vald eigendanna í samfélaginu. Ekki á að vera hægt að fela hver ber ábyrgð á rekstri fyrirtækja og eiga ársreikningar að vera aðgengilegir öllum að kostnaðarlausu. Tryggja þarf opinn aðgang að gögnum um allar starfsstöðvar fyrirtækja, eignarhald þeirra og tengdra aðila.
grein gerir kröfu um að dótturfyrirtæki íslenskra fyrirtækja eða fyrirtæki í eigu íslendinga, sem skráð eru erlendis séu skráð með jafn nákvæmum hætti og íslensk fyrirtæki, samanber 1. grein. Þó eru takmarkanir til staðar sem miða að því að koma í veg fyrir að lítill eignarhlutur í stórum erlendum fyrirtækjum eða álíka fyrirkomulag skapi skráningarskyldu sem verður erfitt eða ómögulegt að standa við, og til að takmarka við þá einstaklinga sem eru skráðir með búsetu á Íslandi. Virkur hluti íslensks aðila er skráður skv. innsendum hlutafjármiðum, og skal Fyrirtækjaskrá útvega kennitölu og sjá um skráningu að öllu leyti.
grein skapar nefskatt sem erlendum fyrirtækjum er gert að greiða í þeim tilfellum þar sem þau hafa heimilisfesti í löndum sem almennt eru notuð til að stunda skattaundanskot eða annað þessháttar.
grein snýr að samningum um skuggaeignahald. Ekki er óalgengt að raunverulegir eigendur fyrirtækja séu ekki skráðir eigendur, og getur það verið gert af ýmsum lögmætum ástæðum. Á ensku eru slíkir eigendur kallaðir "beneficial owners". Til dæmis er þekkt að stjórnmálamenn í sumum löndum yfirfæri eignarhald sitt í fyrirtækjum til annars lögaðila meðan þeir gegna embætti, til að þeir hafi ekki beinan aðgang að rekstri fyrirtækjanna á meðan og minnka þar með lítillega getu sína til að nýta stöðu sína í þágu fyrirtækisins, s.s. að þeir njóti ekki arðs af fyrirtækinu á meðan. Einnig eru dæmi um að tveir eða fleiri stofni fyrirtæki saman og einn aðili sé skráður formlega fyrir eignarhaldinu til að koma í veg fyrir aðför gagnvart öðrum eigendum. Þessi grein gerir þá kröfu að skuggaeignahald sé þinglýst, sem gerir það að verkum að þótt lögformlega sé eignarhaldið enn hjá millilið, þá sé skuggaeignahaldið þó opinbert.