Lífeyrissjóðir lýðræðisvæddir

Tillaga þessi hefur verið samþykkt með atkvæðagreiðslu.

GREINARGERÐ

Einhver mestu völd í íslensku samfélagi liggja í lífeyrissjóðum landsmanna. Þeim er stjórnað á ólýðræðislegan hátt af örfáum einstaklingum sem skipaðir eru af atvinnurekendum og forsvarmönnum stéttarfélaga. Lífeyriskerfið er nú um 2800 milljarðar króna að umfangi, eða sem nemur um þreföldum fjárlögum. Staðan á þessum sjóðum er, þegar á heildina er litið, ekki nógu traust. Verið er að skerða réttindi launafólks og sér ekki fyrir endan á því. Tryggingafræðilegur halli er á opinbera hluta kerfisins upp á tæpa 600 milljarða og sú alvarlega staða verður ekki leyst nema með annað hvort gríðarlegri skerðingu réttinda eða að mjög stórtækra breytingar verði gerðar á rekstri og fjármögnun sjóðanna. Án róttækra aðgerða munu tugir þúsunda starfsmanna ríkis og sveitarfélaga verða sviknir um áhyggjulaust ævikvöld!

Píratar vilja því að stjórnir lífeyrissjóða verði alfarið skipaðar lýðræðislegan hátt af sjóðsfélögum sjálfum. Hver sjóðsfélagi skuli hafa jafnan framboðs og atkvæðisrétt til stjórnar síns sjóðs og á það bæði við greiðendur og lífeyrisþega og án tillits til stéttarfélagsaðildar. Þar með er kollvarpað kerfi þar sem launagreiðendur og forsvarsmenn stéttarfélaga gangi að þessum sætum vísum og eigendur fjárins annast eftir það vörslu þess og ávöxtun.

http://kvennabladid.is/2016/05/20/traust-a-lifeyrssjodum-i-lagmarki/

Málsnúmer: 39/2016
Tillaga:9 Lífeyrissjóðir lýðræðisvæddir
Höfundur:mordur
Í málaflokkum:Efnahagur og opinber tölfræði
Upphafstími:27/05/2016 15:21:13
Atkvæðagreiðsla hefst:03/06/2016 15:21:13 (0 mínútur)
Atkvæðagreiðslu lýkur:10/06/2016 15:21:13 (0 mínútur)
Atkvæði: 117 (4 sitja hjá)
Já: 81 (69.23%)
Nei: 36
Niðurstaða:Samþykkt
Meirihlutaþröskuldur:50.00%

Umræða

Þessu máli lauk fyrir nokkru síðan og er því krafist innskráningar til að sjá umræðu.