Áhrif stefnu á störf kjörinna fulltrúa
Málsnúmer: | 49/2016 |
---|---|
Tillaga: | Áhrif stefnu á störf kjörinna fulltrúa |
Höfundur: | odin |
Í málaflokkum: | Innra skipulag Pírata |
Upphafstími: | 12/06/2016 12:49:05 |
Atkvæðagreiðsla hefst: | 12/06/2016 13:00:00 (0 minutes) |
Atkvæðagreiðslu lýkur: | 12/06/2016 15:00:00 (0 minutes) |
Atkvæði: | 82 (3 sitja hjá) |
Já: | 58 (70,73%) |
Nei: | 24 |
Niðurstaða: | Samþykkt |
Meirihlutaþröskuldur: | 66,67% |
Umræða
Þessu máli lauk fyrir nokkru síðan og er því krafist innskráningar til að sjá umræðu.
Gr. 13.1 orðist svo:
> Þingmenn Pírata skulu starfa í þágu alls félagsins.
> Þingmönnum ber ekki aðeins að taka tillit til stefnu heildarfélagsins, heldur einnig til stefnu aðildarfélaga sem málin varða.> Sveitarstjórnarfulltrúar skulu starfa í þágu þess svæðisbundna aðildarfélags sem starfar í sveitarfélagi þeirra.
> Svæðisbundin aðildarfélög skilgreina með hvaða hætti sveitarstjórnarfulltrúar eiga að taka mið af stefnumálum félagsins.
> Stefna heildarfélagsins skal aðeins geta talist leggja skyldur á sveitarstjórnarfulltrúa ef engin stefna aðildarfélags fjallar um málefnið.
Athugasemdir
Í núgildandi grein 13.1 er talað um að þingmenn og sveitarstjórnarfulltrúar séu ábyrgir gagnvart annars vegar félaginu í heild og hins vegar aðildarfélögum sínum.
Komið hefur fram að misjafn skilningur er á merkingu þessa, meðal annars í úrskurði úrskurðarnefndar um lagagrein Pírata í Reykjavík um kosningar til Alþingis, nr. 8/2016.
Grein 13.1 var sett inn í lög Pírata með fyrstu lagabreytingunni sem fór í gegnum rafræna kosningakerfið, sem lagði upp hlutverk aðildarfélaganna.
Í greinargerð með þeirri breytingu segir m.a.:
> Gert er ráð fyrir að alþingismenn Pírata muni starfa fyrir flokkinn í heild – það er, fyrir öll aðildarfélög hans.
> Aðildarfélögum er eftirlátið að skilgreina hlutverk sveitarstjórnarfulltrúa, og bera þeir engar skyldur gagnvart framkvæmdaráði.
Þessari breytingu er ætlað að koma þessum skilningi skýrt inn í texta greinarinnar.
Annars vegar er orðalagi greinarinnar breytt þannig að ekki er lengur talað um ábyrgð, heldur er sagt að fulltrúar skuli starfa í þágu félagsins.
Hins vegar er bætt við klausu þar sem sérstaklega er tekið fram að þingmönnum beri að taka tillit til stefnu aðildarfélaga sem málin varða.
Einnig er bætt við klausu sem tiltekur sérstaklega að ekki skuli líta svo á að stefna heildarfélagsins geti verið talin binda sveitarstjórnarfulltrúa meira en stefna viðkomandi aðildarfélags.
Að baki þessu frekar nákvæma orðalagi er tiltekin sýn á það hvert hlutverk Pírata er á þingi.
Með breytingunni er það gert skýrt að þingmenn Pírata eiga ekki að starfa sem þingmenn aðskilinna kjördæma.
Þeim er þó engu að síður ekki heldur ætlað að vera aðeins þingmenn landsins í heild, óháð þeim takmörkunum sem mögulega voru á kosningarétti í þeirri framboðslistakosningu þar sem þeir voru valdir á lista.
Þess í stað er farið fram á að þingmenn byggi á stefnumálum þeirra aðildarfélaga sem málið varða.
Hér er bæði um að ræða svæðisbundnu aðildarfélögin og aðildarfélög sem byggjast á málefnaflokkum.
Markmiðið er að vinna gegn miðstýringunni sem felst í því að hafa eitt Alþingi fyrir allt landið sem tekur allar ákvarðanir, hvort sem þær varða hag landsins alls eða afmarkaðra svæða.
Sérstaklega er vert að nefna að ekki er tekið tillit til þess í þessari breytingartillögu að fyrri útgáfa greinarinnar var túlkuð þannig að óheimilt væri á grunni hennar að takmarka atkvæðisrétt í framboðslistakosningum.
Önnur tillaga til breytingar á lögum, sem lögð var fram samhliða þessari, tekur á þeirri túlkun með mun sértækari hætti.