Aðalfundur er einnig almennur félagsfundur
Tillaga þessi hefur verið samþykkt með atkvæðagreiðslu.
Málsnúmer: | 50/2016 |
---|---|
Tillaga: | Aðalfundur er einnig almennur félagsfundur |
Höfundur: | odin |
Í málaflokkum: | Innra skipulag Pírata |
Upphafstími: | 12/06/2016 12:49:22 |
Atkvæðagreiðsla hefst: | 12/06/2016 13:00:00 (0 minutes) |
Atkvæðagreiðslu lýkur: | 12/06/2016 15:00:00 (0 minutes) |
Atkvæði: | 91 (1 sitja hjá) |
Já: | 87 (95,60%) |
Nei: | 4 |
Niðurstaða: | Samþykkt |
Meirihlutaþröskuldur: | 66,67% |
Umræða
Þessu máli lauk fyrir nokkru síðan og er því krafist innskráningar til að sjá umræðu.
Lagt er til að upphafi 4 kafla laganna verði breytt svo:
4. AÐALFUNDUR
4.1. Aðalfund skal halda á hverju ári, fyrir lok septembermánaðar.
Verður:
4. AÐALFUNDUR
4.1. Aðalfund skal halda á hverju ári, fyrir lok septembermánaðar og telst fundurinn einnig vera almennur félagsfundur.
Greinargerð:
Lagaspekúlantar Pírata vildu í fyrra meina að aðalfundur gæti ekki sent ályktanir og stefnu til atkvæðagreiðslu því það gæti aðeins almennur félagsfundur. Það er frekar óhönduglegt að þurfa að halda sérstakan fund eftir aðalfund til að senda ályktanir Aðalfundar flokksins í rafræna atkvæðagreiðslu. Þessi breyting bætir úr þessum einkennilega ágalla.