Valdsvið kjördæmisráða
Málsnúmer: | 51/2016 |
---|---|
Tillaga: | Valdsvið kjördæmisráða |
Höfundur: | odin |
Í málaflokkum: | Innra skipulag Pírata |
Upphafstími: | 12/06/2016 12:49:39 |
Atkvæðagreiðsla hefst: | 12/06/2016 13:00:00 (0 minutes) |
Atkvæðagreiðslu lýkur: | 12/06/2016 15:00:00 (0 minutes) |
Atkvæði: | 88 (3 sitja hjá) |
Já: | 60 (68,18%) |
Nei: | 28 |
Niðurstaða: | Samþykkt |
Meirihlutaþröskuldur: | 66,67% |
Umræða
Þessu máli lauk fyrir nokkru síðan og er því krafist innskráningar til að sjá umræðu.
Við fyrstu málsgrein gr. 12.1 bætist eftirfarandi setning: „Ábyrgðaraðila ber að setja skýrar reglur um framboð Pírata.“
Við aðra málsgrein gr. 12.1 bætist eftirfarandi setning: „Kjördæmisráð, sé það starfandi, ber alfarið ábyrgð á þátttöku Pírata í kosningum til Alþingis innan kjördæmis síns.“
Á eftir gr. 12.5 kemur ný grein, og orðast hún svo:
> Ábyrgðaraðila er heimilt að setja frekari reglur um framkvæmd kjörs á framboðslista. Í slíkum reglum er heimilt að kveða á um skilyrði atkvæðisréttar í kosningu á framboðslista.
>
> Félagsmaður, sem getur sýnt fram á að hann muni að óbreyttu hafa kosningarrétt við Alþingiskosningar, skal ætíð hafa atkvæðisrétt í kosningum á framboðslista í kjördæmi sínu. Þó má gera kröfu um að félagsmaður hafi verið skráður um ákveðið tímabil áður en kosning fer fram.
Athugasemdir
Í gildandi lögum Pírata er kveðið á um að kjördæmisráð skuli starfa ef aðildarfélag innan kjördæma til Alþingskosninga hafi ekki komið sér saman um annað fyrirkomulag. Ekkert annað er að finna í lögunum um valdsvið ráðanna, en ætlunin var að þau færu alfarið með skipulagningu og framkvæmd á þátttöku flokksins í kosningum, frá kosningum á framboðslista til eftirlits með kosningunum. Með þessari breytingartillögu er þetta tekið fram á mun skýrari hátt. Kjördæmisráð fellur undir regluna um að fundarsköp reglulegra nefnda og ráða skuli vera opinber, en til að það fari ekki milli mála að ætlast sé til þess að framkvæmd framboðsmála sé ákveðin með nokkrum fyrirvara er sérstaklega tekið fram að setja skuli reglur þar að lútandi.
Stærsti liðurinn í þessari breytingu er þriðja greinin.
Þar er í fyrsta lagi tekið fram að ábyrgðaraðila sé heimilt að setja frekari reglur um framkvæmd kosningar á framboðslista, en möguleg dæmi um slíkt er t.d. að ákveða með hvaða hætti atkvæði skuli greidd, eða að tiltaka verði lágmarksfjölda frambjóðenda á atkvæðaseðlum.
Sérstaklega er tekið fram að meðal þeirra reglna sem heimilt sé að setja séu takmarkanir á atkvæðisrétti í kosningum á framboðslista.
Með þeirri breytingu er tekinn af allur vafi um það hvort slíkar takmarkanir standist lög Pírata.
Áskilið er þó að atkvæðisréttur í Alþingiskosningum verði ekki skorðaður meira en svo, að skráðir Píratar innan kjördæmis eigi alltaf atkvæðisrétt.