Samvinnufélög
Tillaga þessi hefur verið samþykkt með atkvæðagreiðslu.
Hér er lögð til stefna um uppbyggingu samvinnufélaga
Málsnúmer: | 4/2013 |
---|---|
Tillaga: | Samvinnufélög |
Höfundur: | smari |
Í málaflokkum: | Efnahagur og opinber tölfræði |
Upphafstími: | 24/01/2013 17:26:19 |
Atkvæðagreiðsla hefst: | 29/01/2013 18:43:44 (0 minutes) |
Atkvæðagreiðslu lýkur: | 14/02/2013 12:00:00 (0 minutes) |
Atkvæði: | 14 |
Já: | 14 (100,00%) |
Nei: | 0 |
Niðurstaða: | Samþykkt |
Meirihlutaþröskuldur: | 50,00% |
Umræða
Þessu máli lauk fyrir nokkru síðan og er því krafist innskráningar til að sjá umræðu.
Assumptions
- grunngildum alþjóðabandalags samvinnufélaga (ICA),
- núgildandi lögum um samvinnufélög (22/1991),
- sögu og stöðu Sambands Íslenskra Samvinnufélaga
- og tillögum Lýðræðisfélagsins Öldu um lýðræðisleg fyrirtæki
- skýrslu viðskiptaráðs "Hugsun Smátt" um lítil og meðalstór fyrirtæki;
- þeirri staðreynd að örfyrirtæki með 1-9 starfsmenn eru 90% fyrirtækja á Íslandi,
- þeirri staðreynd að 9% fyrirtækja á Íslandi eru lítil- og meðalstór fyrirtæki,
- og því að rúmlega 75% þjóðartekna Íslands koma frá ör-, litlum-, og meðalstórum fyrirtækjum
Declarations
- Endurskoða ber löggjöf um rekstur samvinnufélaga.
- Í þeirri endurskoðun ber að hafa grunngildi samvinnuhreyfingarinnar að leiðarljósi.
- Sérstaklega ber að huga að kröfunni um lýðræðislegt rekstrarfyrirkomulag og réttindum starfsfólks samvinnufélaga.
- Gera verður stofnun samvinnufélags um rekstur að raunhæfum valkosti fyrir smáan rekstur á borð við þann sem nú tíðkast í einkahlutafélögum.
- Stofnun slíkra samvinnufélaga verður að vera ódýrari og einfaldari en stofnun einkahlutafélaga.
- Bjóða verður upp á leið fyrir örfyrirtæki undir samvinnufélagsformi að verða að einkahlutafélögum með minniháttar skipulagsbreytingum.
- Við gjaldþrot atvinnureksturs skal starfsmönnum félagsins gert kleift að taka reksturinn yfir í formi samvinnufélags.