Borgaralaun
Málsnúmer: | 6/2017 |
---|---|
Tillaga: | Borgaralaun |
Höfundur: | AlbertSvan |
Í málaflokkum: | Ályktanir |
Upphafstími: | 04/03/2017 09:42:16 |
Atkvæðagreiðsla hefst: | 11/03/2017 12:00:00 (0 minutes) |
Atkvæðagreiðslu lýkur: | 18/03/2017 12:00:00 (0 minutes) |
Atkvæði: | 53 (1 sitja hjá) |
Já: | 44 (83,02%) |
Nei: | 9 |
Niðurstaða: | Samþykkt |
Meirihlutaþröskuldur: | 50,00% |
Umræða
Þessu máli lauk fyrir nokkru síðan og er því krafist innskráningar til að sjá umræðu.
Forkönnun á innleiðingu skilyrðislausrar grunnframfærslu (borgaralaunum)
Með tilvísun til:
- Greinar §2.1 í grunnstefnu Pírata um eflingu og verndun borgararéttinda
- Greinar §2.2 í grunnstefnu Pírata um útvíkkun borgararéttinda
- Greinar §2.3 í grunnstefnu Pírata um vernd um núverandi réttinda.
Með hliðsjón af:
- Stefnu Pírata um Velferðar- og félagsmál
[https://x.piratar.is/issue/41]
“Að lögfesta lágmarksframfærsluviðmið. Allir eiga rétt á mannsæmandi tekjum í auðugu landi. Einfalda framfærslukerfið, þ.e.a.s. atvinnuleysisbóta, örorkubóta og önnur bótakerfi. Afnema ætti hugtakið 'bótakerfi'.” - Stefnu Pírata um fjárhagslegan stuðning við námsmenn [https://x.piratar.is/issue/267]
“Tryggja skal öllum skilyrðislausa grunnframfærslu á meðan á námi stendur.” - Efnahagsstefnu pírata [https://x.piratar.is/issue/226]
“Tryggja skal að löggjöf um hvers konar starfsemi; opinbera, einkarekna eða annars konar rekstrarform, innihaldi vernd hinna valdminni gegn misbeitingu hinna valdmeiri.” - Stefnu Pírata um persónuafslátt
[x.piratar.is/issue/205]
“Til þess að einfalda skattkerfið og jafna réttindi skal greiða ónýttan persónuafslátt beint til allra 16 ára eða eldri.” - Landbúnaðarstefnu pírata [https://x.piratar.is/issue/285]
“Virkir bændur sem viðhafa viðurkenndar starfsaðferðir eiga rétt á grunnstuðningi. Grunnstuðningi er ætlað að tryggja afkomuöryggi bænda.” - Stefnu Pírata um styttingu vinnutíma [https://x.piratar.is/issue/62]
“Endurskoða skal löggjöf þannig að sveigjanlegur vinnutími sé ekki óheppilegri kostur fyrir starfsmenn en fastur vinnutími, hvorki hvað varðar kjör né réttindi.”
Álykta Píratar að:
1. Þingflokkur Pírata skuli leggja fram tillögu til þingsályktunar þess efnis að Alþingi feli viðeigandi ráðherrum að gera forkönnun á leiðum til að tryggja öllum borgurum skilyrðislausa grunnframfærslu með það að markmiði að styrkja borgaraleg réttindi einstaklinga á Íslandi.
2. Þingsályktunartillagan gangi út á að leita leiða til að tryggja öllum borgurum réttindi sem felast í skilyrðislausri grunnframfærslu.
3. Niðurstöður ofangreindrar forkönnunar verða nýttar til frekari stefnumótunar.
Greinargerð:
Samskonar þingsályktunartillögur voru lagðar fram á Alþingi árið 2015 og 2016. Síðustu tillöguna má nálgast hér: [http://www.althingi.is/altext/145/s/0454.html].
Gera má efnislegar athugasemdir við texta nýrrar þingsályktunartillögu með því að senda Halldóru Mogensen þingmanni nánari tillögur að textabreytingum og/eða endurbótum á halldoram@althingi.is fyrir 18. mars 2017.