Sveitastjórnakosningar, lagabreytingartillaga
Á fuglabjarginu hefur farið fram umræða um þetta, sem og á sveitastjórnarsmiðjunni sem haldin var á Akureyri fyrir nokkru síðan https://discourse.piratar.is/t/tillogur-ad-breytingum-a-kosningakafla-tharfnast-mikillar-umraedu/1260/10
Sú breyting sem hér er lögð til minnkar þá miðstýringu sem nú er, eykur frelsi aðildarfélaga og félagsdeilda þeirra, býður uppá sveigjanleika auk þess sem aðildarfélögum og félagsdeildum þeirra er gert kleyft að taka þátt í framboðum með öðrum lokal stjórnmálaöflum.
Málsnúmer: | 14/2017 |
---|---|
Tillaga: | Sveitastjórnakosningar, lagabreytingartillaga |
Höfundur: | HalldorArason |
Í málaflokkum: | Innra skipulag Pírata |
Upphafstími: | 20/06/2017 21:30:38 |
Atkvæðagreiðsla hefst: | 04/07/2017 21:30:38 (0 minutes) |
Atkvæðagreiðslu lýkur: | 11/07/2017 21:30:38 (0 minutes) |
Atkvæði: | 82 (4 sitja hjá) |
Já: | 38 (46,34%) |
Nei: | 44 |
Niðurstaða: | Hafnað |
Meirihlutaþröskuldur: | 66,67% |
Umræða
Þessu máli lauk fyrir nokkru síðan og er því krafist innskráningar til að sjá umræðu.
Á eftir 1. málsl. greinar 14.5 kemur nýr málsliður, svohljóðandi:
Raða skal á framboðslista samkvæmt úrslitum forgangskosningar með Schulze-aðferð. Aðildarfélögum og félagsdeildum þeirra er þó heimilt að nota aðra aðferð við val á lista í sveitastjórnarkosningum. Til þess þarf 2/3 hluta atkvæða í kosningu á meðal félagsmanna aðildarfélags/félagsdeildar í kosningakerfi Pírata, og skal tilgreint hvaða aðferð nota á við val á lista.