Almenn stefna um utanríkismál
Þessi tillaga er úreld. Nýrri útgáfa hefur tekið gildi.
Grundvallarstefna um utanríkismál
Málsnúmer: | 5/2013 |
---|---|
Tillaga: | Grunnstefna utanríkismála |
Höfundur: | smari |
Í málaflokkum: | Utanríkismál |
Upphafstími: | 24/01/2013 17:29:42 |
Atkvæðagreiðsla hefst: | 29/01/2013 18:43:44 (0 minutes) |
Atkvæðagreiðslu lýkur: | 14/02/2013 12:00:00 (0 minutes) |
Atkvæði: | 21 |
Já: | 21 (100,00%) |
Nei: | 0 |
Niðurstaða: | Samþykkt |
Meirihlutaþröskuldur: | 50,00% |
Umræða
Þessu máli lauk fyrir nokkru síðan og er því krafist innskráningar til að sjá umræðu.
Assumptions
- tilvistar Íslands sem ríkis í alþjóðlegu samfélagi,
- skuldbindinga Íslands við önnur ríki í gegnum alþjóðasamninga og milliríkjasamninga,
- þess að Ísland hefur verið veikburða í aðkomu sinni að alþjóðasamvinnu mjög lengi,
- að það megi skýra að hluta til skýra með ólýðræðislegum vinnuháttum, ógagnsæjum verkferlum, og litlum burðum til að taka þátt í alþjóðlegri stefnumörkun
- að þátttaka okkar í alþjóðasamfélaginu sé ekki einkamál stjórnsýslunnar, heldur grundvallaratriði fyrir alþjóðleg viðskipti, þróunarsamvinnu, stöðugleika, og regluverk landsins
Declarations
- Stefnu um samskipti Íslands við önnur lönd, milliríkjasamninga, aðrar alþjóðlegar skuldbindingar og varnarmál Íslands skal móta með það fyrir augum að auka aðgengi almennings að upplýsingum og ákvarðanatöku.
- Halda skal skrá yfir fulltrúa Íslands á erlendum vettvangi opinberlega, þannig að almenningur viti hver tali fyrir hönd landsins, á hvaða fundum, um hvað, og hvaða afstaða var tekin.
- Tryggja skal að Íslenskir fulltrúar séu á alþjóðlegum fundum þar sem taka á ákvarðanir sem geta haft áhrif á stöðu Íslands.
- Birta opinbera skrá yfir þá alþjóðasamninga sem Ísland er aðili að, stöðu þeirra innan kerfisins og upplýsingar um ábyrgð fyrir framkvæmd og framfylgd alþjóðlegra skuldbindinga.