Fara aftur í þing

Utanríkismál

Málalisti

Mál Ástand Ummæli Atkvæði
Utanríkisstefna Lokað 19 38
Endorsement of Edward Snowden for the Nobel Peace Prize Lokað 6 32
Almenn stefna um utanríkismál Lokað 7 21
Evrópusambandið Lokað 4 24
Norrænt samstarf Lokað 4 21

Nýjar umræður

Ég segi líklega já þó margt megi bæta.. en ég er allaveganna sammála mér..:)
16/05/2016 14:03:42
Ég segi nei, og legg til algera endurskoðun á tillögunni. Mér sýnist líka sem það þurfi að eiga sér stað viss almenn umræða um tilgang og hlutverk útstöðva okkar erlendis og þá á ég við: sendiráða, ræðismanna og þátttöku í stofnunum.
16/05/2016 13:30:18
Sammála með ómarkvissa merkingu og meiningu. Segir í raun voða lítið um utanríkis stefnuna en kveður á um margt í kringum hana. Verð hins vegar að vera ósammála viðbót albsig42 nr. 1 að hluta til. Er sammála því að taka fyrir að sendiráð séu að smyrja krókinn fyrir íslensk fyrirtæki en myndi hafa það á þann hátt að sendiráð vinni að hag Íslands, Íslendinga sem og allra annarra innan starfsviðs þess. Bæði á Íslandi sem og í því landi sem það er starfrækt. Ég tel að við eigum að láta okkur annt um alla sem staðsettir eru á Íslandi, þá Íslendinga sem staðsettir eru í viðkomandi landi sem og alla aðra í því landi. Setjum alþjóðlegan náungakærleik í stefnuskrá!
16/05/2016 12:36:39
sammála albsig með hlutverk sendiráðanna.
15/05/2016 13:47:38
Norðurlönd og Frakkland reka nú þegar sameiginleg sendiráð í mörgum löndum.
15/05/2016 13:15:26
Norðurlönd með sameiginleg sendiráð? Spara krónuna. :)
15/05/2016 12:09:54
Spurningamerkin koma þar sem ég ætlaði að klappa fyrir Alberti bæði á íslensku og táknmálí :)
15/05/2016 09:38:52
???????????? og ???????????? @albsig42 Ég mæli með því halda vinnu við þessa stefnu áfram og kýs NEI. Biðst velvirðingar á því að hafa ekki haft tíma til að taka þátt undanfarið. Næ vonandi að bæta úr því fljótlega
15/05/2016 09:36:21
Það vantar allt fútt í þessa stefnutillögu, þetta eru eiginlega bara marklaus orð um lítið sem ekkert. Ég hefði átt að mæta á fundi varðandi þetta, þé hefði ég reynt að koma eftirfarandi greinum inn (og kannski fleirum): 1. Markmið sendiráða erlendis skulu endurskoðuð og skilgreind þannig að verkefnin séu öll unnin með þjóðarhag íslendinga að leiðarljósi. 2. Stefna skal að því að íslendingar hafi nægilega marga fulltrúa í nefndum og vinnuhópum ESB til að tryggja hámarksaðkomu Íslands að regluverki sem síðar mun hafa áhrif á Íslandi. 3. Þróunaraðstoð og þróunarsamvinna skal vera 2% af vergri landsframleiðslu og fókusa á verkefni sem skila raunverulegum og varanlegum árangri fyrir fátæk og illa stödd samfélög erlendis. Greinargerð: 1. Það að sendiráð séu að vinna fyrir íslenska hagsmunaaðila er arfleið frá því áður en internetið gerði fyrirtækjum kleift að hafa beint samband við erlenda samstarfs- og viðskipta. Skoða má hvort milliganga sendiráða sé ekki orðin óþörf og þau geti dregið saman seglin eða einbeitt sér aö verkefnum sem sannarlega gagnast öllum íslendingum eða verið milligönguaðilar í þróunaraðstoð. 2. Vitað er að regluverk ESB hafa mikil áhrif á Íslandi en ekki hefur verið eytt nægilegu púðri (og peningum) í að tryggja að Ísland hafi fulltrúa í hinum og þessum vinnuhópum og nefndum sem þróa reglugerðir sambandsins. Íslendingar geta verið virkir án þess að ganga í ESB í öllu stefnumótunarferli fram að þinglegri meðferð evrópumála. Við ættum að passa að hámarks aðkoma íslendinga sé tryggð, annað hvort með samstarfi við hin norðurlöndin eða beinni þátttöku í vinnuhópum og nefndum sem í boði eru. 3. Þróunarsamvinnustofnun hefur verið lögð niður. Kannski er það gott tækifæri til að endurskoða aðstoð íslenska ríkisins við bágstödd samfélög víða um heim. Hans Rosling hefur sýnt í sínum fyrirlestrum að að þó flestar þjóðir eru að meðaltali á blússandi uppleið í fjármagni og velferð eru ennþá héruð í flestum ríkjum sem eiga langt í land með að hafa fullnægjandi lífsskilyrði fyrir fólkið þar. Þangað gæti Ísland beint kröftum sínum og styrkt verkefni sem geta valdið varanlegum viðhorfs og lífskjarabreytingum fyrir íbúa slíkra svæða. Ekki þarf að stefna að þróunarsamvinnu þar sem íslendingar fá eitthvað fyrir viðvikið, heldur virkja fremur sendiráð og nýjustu úrræði til að bæta hag fólks á svæðum sem eiga bágt af því það er siðferðislega góð fyrirmynd.
13/05/2016 20:57:01
Ég treysti mér hreinlega ekki til að gefa þessu atkvæði mitt, fyrr en búið er að laga orðalag og fara betur yfir þetta - segi því NEI!
13/05/2016 00:09:18