Frestun gildistöku laga 1/2020 um stjórnir, ráð og nefndir á vegum Pírata
Málsnúmer: | 8/2020 |
---|---|
Tillaga: | Frestun gildistöku laga 1/2020 um stjórnir, ráð og nefndir á vegum Pírata |
Höfundur: | Gormur |
Í málaflokkum: | Innra skipulag Pírata |
Upphafstími: | 11/03/2020 16:42:35 |
Umræðum lýkur: | 01/04/2020 17:00:00 (0 minutes) |
Atkvæðagreiðsla hefst: | 25/03/2020 17:00:00 (0 minutes) |
Atkvæðagreiðslu lýkur: | 01/04/2020 17:00:00 (0 minutes) |
Atkvæði: | 20 |
Já: | 16 (80,00%) |
Nei: | 4 |
Niðurstaða: | Samþykkt |
Meirihlutaþröskuldur: | 66,67% |
Umræða
Þessu máli lauk fyrir nokkru síðan og er því krafist innskráningar til að sjá umræðu.
1. gr.
Gildistöku laga 1/2020 um stjórnir ráð og nefndir sem samþykkt voru í kosningakerfinu 19. febrúar sl. verður frestað fram að reglulegum aðalfundi 2020.
Greinargerð:
Lagabreytingatillaga 1/2020 var samþykkt í kosningakerfi Pírata þann 19. febrúar 2020. Tillagan hafði verið lögð fram samhliða fleiri lagabreytingatillögum sem hluti af heildarendurskoðun laga Pírata. Þessi tillaga var sú eina af alls fimm tillögum sem hafði bráðabirgðaákvæði um boðun auka-aðalfundar við samþykkt tillögunnar til að lagabreytingarnar taki gildi strax.
Þar sem hinar fjórar tillögunar voru allar felldar, og ljóst er að töluverð vinna er eftir við endurskoðun laganna, er lagt til að fresta gildistöku á lögum um stjórnir, ráð og nefndir til að freista þess að klára lagabreytingar fyrir aðalfund haustið 2020 og taka þá til starfa með ný heildarlög að leiðarljósi.
Ferli tillögunnar
Eftir samþykkt laganna 19. febrúar hóf framkvæmdastjóri að þreifa fyrir sér um væntingar félagsfólks til framhaldsins, en fann lítinn vilja til að drífa málið í gegn. Framkvæmdaráð ákvað því að boða til félagsfundar í Tortuga þann 9. mars til að ræða málið við grasrót. Mætingin á þann fund var dræm, en tillagan var engu að síður samþykkt inní kosningakerfið á fundinum.
Það er óvanalegt innan Pírata að lagabreytingatillögur komi beint frá framkvæmdaráði og kannski óheppilegt að svo fátt félagsfólk standi að baki tillögunni. Við venjulegar kringumstæður hefði framkvæmdaráð líklega boðað til annars fundar þar sem fleira félagsfólk gæti tekið þátt í samtalinu, en þar sem óvissuástand er uppi varðandi kórónuveiru og mögulegt samkomubann á næstu vikum þótti réttast að láta niðurstöðu fundarins standa.