Lagabreyting: Grein 13.5. Tilfærsla frambjóðenda í prófkjöri í stað endurtalningar með Schulze-aðferð.

Tillaga þessi hefur verið samþykkt með atkvæðagreiðslu.

Þessi tillaga að lagabreytingum er lögð fram í kjölfar samráðsfunda stjórna aðildarfélaga, þingflokks, framkvæmdastjórnar, stefnu- og málefnanefndar, fjármálaráðs og starfsfólks Pírata og þingflokks Pírata.nnSamkvæmt orðanna hljóðan í lögum Pírata skal reikna niðurstöður kosninga innan Pírata með Schulze-aðferð. Ef einhver frambjóðanda segir sig af lista eftir að sá útreikningur hefur verið birtur þarf í núverandi lagaumhverfi að endurreikna allar niðurstöður kosninganna með Schulze-aðferð. Slíkt getur breytt uppröðun frambjóðendanna og er ógagnsætt, því engin auðveld leið er að sjá hvernig sú endurröðun myndi fara fram. nnMun einfaldara og skiljanlegra væri ef frambjóðendur sem koma á eftir þeim frambjóðenda sem sagði sig af lista séu færðir upp um sæti til samræmis um það. Er hér lögð til breyting á lögum Pírata þess efnis.nnÞrátt fyrir að stutt sé til þess að prófkjör hefjist mun þessi breyting eiga sér stað áður en opnað verður á prófkjör. Því munu allir sitja við sama borð hvað þær reglur varða. Einnig er vert að taka fram að þessi lagabreyting er hlutlaus hvað varðar kjörgengi eða kosningarétt, eingöngu er verið að einfalda úrvinnslu kosninganna ef til þess kæmi að einhver sem hlyti sæti á framboðslista hafnaði því sæti.

Málsnúmer: 11/2020
Tillaga:Lagabreyting: Grein 13.5. Tilfærsla frambjóðenda í prófkjöri í stað endurtalningar með Schulze-aðferð.
Höfundur:eirikurr
Í málaflokkum:Innra skipulag Pírata
Upphafstími:09/12/2020 13:08:10
Umræðum lýkur:30/12/2020 14:00:00 (0 minutes)
Atkvæðagreiðsla hefst:23/12/2020 14:00:00 (0 minutes)
Atkvæðagreiðslu lýkur:30/12/2020 14:00:00 (0 minutes)
Atkvæði: 25
Já: 23 (92,00%)
Nei: 2
Niðurstaða:Samþykkt
Meirihlutaþröskuldur:66,67%

Umræða

Þessu máli lauk fyrir nokkru síðan og er því krafist innskráningar til að sjá umræðu.