Ungt fólk og framtíðin
Á félagsfundi Pírata þann 29. mars 2021 var samþykkt að senda eftirfarandi ályktun í kosningu.
Fundargerð félagsfundar:
Málsnúmer: | 5/2021 |
---|---|
Tillaga: | Ungt fólk og framtíðin |
Höfundur: | Gormur |
Í málaflokkum: | Lýðræði, Mannréttindi |
Upphafstími: | 30/03/2021 14:03:17 |
Umræðum lýkur: | 13/04/2021 15:00:00 (0 minutes) |
Atkvæðagreiðsla hefst: | 06/04/2021 15:00:00 (0 minutes) |
Atkvæðagreiðslu lýkur: | 13/04/2021 15:00:00 (0 minutes) |
Atkvæði: | 60 (2 sitja hjá) |
Já: | 47 (78,33%) |
Nei: | 13 |
Niðurstaða: | Samþykkt |
Meirihlutaþröskuldur: | 50,00% |
Umræða
Þessu máli lauk fyrir nokkru síðan og er því krafist innskráningar til að sjá umræðu.
Píratar álykta:
Áherslur og málefni ungs fólks, allt frá grunnskólaaldri og upp í háskólanema,
njóta ekki nægilegrar vinsældar né virðingar af valdhöfum okkar samfélags. Börn og
ungmenni eru stétt með sín eigin einstöku hagsmunamál, en aðkoma þeirra að
ákvarðanatöku er takmörkuð. Börn sérstaklega búa við þá stöðu að ákvarðanir eru
teknar um þeirra hagsmuni án þess að þau hafi skýra leið til að koma sínum
áherslum að.
Sem dæmi má nefna loftslagsverkföll ungmenna, en þar hafa stjórnvöld ekki komið
fram við ungmenni eins og stétt að krefjast réttinda sinna eins og í öðrum verkföllum
heldur leyft verkföllunum að standa yfir til lengri tíma án þess að bjóða meira en hrós.
Ungt fólk er mjög opinskátt með kröfur sínar og þarfir, t.d. má nefna kröfur
grunnskólanema um bætta kynfræðslu og fjármálalæsi, kröfur framhaldsskólanema
um sálfræðinga í skólum, og kröfur háskólanema um atvinnuleysisbætur, hærri
námslán, og svo mætti lengi telja. Nefna má að loftslags- og umhverfismálin valda
miklum áhyggjum hjá ungmennum ásamt húsnæðis- og leigumarkaðinum, enda er
ástandið í dag þess háttar að ungt fólk flytur seint út vegna hás leiguverðs og
takmarkaðs svigrúms til að safna sér fyrir kaupum á húsnæði.
Til að taka á þessum vandamálum þarf að valdefla ungt fólk. Meðal annars mætti
gefa þau skilaboð að kröfum þeirra sé tekið alvarlega með því að semja við
loftslagsverkföllin, og aðstoða mætti við skipulagningu samráðsvettvangs fyrir
ungmennaráð.
Píratar eru flokkur sem leggur ríka áherslu á lýðræði og þar með þá hugsjón að fólk
eigi rétt á því að eiga þátt í mótun þeirra skyldna sem samfélagið krefst af þeim.
Börn, nemendur, og aðrir hópar ungs fólks mega ekki gleymast. Píratar álykta að
flokkurinn muni í ákvarðanatöku sem varðar þessa hópa hlýða á raddir ungmenna og
leggja sig fram við að eiga samráð við þann hóp sem á við. Flokkurinn muni fylgjast
með og taka mið af skipulögðu hagsmunastarfi ungmenna, og leitast við að valdefla
starf þeirra. Ungt fólk er komið með nóg af tómum loforðum stjórnmálaflokka og
tokenisma. Við þurfum öll að sýna því heiðarleika og gefa því ástæður til þess að
treysta á okkur.