Ályktun um skilyrðislausa grunnframfærslu
Á félagsfundi Pírata þann 7. april 2021 var samþykkt að senda eftirfarandi ályktun í kosningu með hraðmeðferð sbr. gr. 6.9 í lögum Pírata.
6.9. Sé þörf á skjótri ákvarðanatöku má leggja til, með samþykki stefnu- og málefnanefndar, hraðmeðferð á tillögu, en hún stendur þá yfir í sólarhring. Slíka ákvörðun þarf að staðfesta með hefðbundnum kosningum sem fara af stað samtímis. Skulu sérstök boð vera send til félagsmanna um að slík tillaga sé til kosningar.
Fundargerð félagsfundar:
https://github.com/piratar/Skjalasafn/blob/master/Fundarger%C3%B0ir/F%C3%A9lagsfundir/2021/2021-04-07.mdnn
Atkvæðagreiðsla í hraðmeðferð: https://x.piratar.is/polity/1/issue/454/
Málsnúmer: | 16/2021 |
---|---|
Tillaga: | Ályktun um skilyrðislausa grunnframfærslu (staðfesting) |
Höfundur: | Gormur |
Í málaflokkum: | Velferðarmál |
Upphafstími: | 08/04/2021 11:31:57 |
Umræðum lýkur: | 22/04/2021 20:00:00 (0 minutes) |
Atkvæðagreiðsla hefst: | 15/04/2021 20:00:00 (0 minutes) |
Atkvæðagreiðslu lýkur: | 22/04/2021 20:00:00 (0 minutes) |
Atkvæði: | 12 (1 sitja hjá) |
Já: | 5 (41,67%) |
Nei: | 7 |
Niðurstaða: | Hafnað |
Meirihlutaþröskuldur: | 50,00% |
Umræða
Þessu máli lauk fyrir nokkru síðan og er því krafist innskráningar til að sjá umræðu.
Ályktun um skilyrðislausa grunnframfærslu
Stefnum markvisst í átt að innleiðingu skilyrðislausrar grunnframfærslu í íslensku samfélagi. Hugmyndin kallar á viðamiklar breytingar og verður innleidd á löngu tímabili. Þess vegna styðja Píratar við varfærnislega nálgun í átt að þessu marki. Píratar hafa þegar samþykkt ályktanir um að bjóða eigi nemendum 18 ára og eldri sem eru í framhaldsskóla- og háskólanámi skilyrðislausa grunnframfærslu, svo og einstaklingum sem vinna við landbúnað og matvælaframleiðslu.
Markmið með skilyrðislausri grunnframfærslu er aðallega fernskonar: 1) að útrýma fátækt, 2) að bregðast við breyttum atvinnuháttum vegna aukinnar sjálfvirknivæðingar, 3) að einfalda almannatryggingakerfið verulega, gera það réttlátara og sömuleiðis uppræta ákveðinn innbyggðan ójöfnuð í samfélaginu, 4) að valdefla einstaklinga gagnvart valdameiri aðilum með því að auka sjálfsákvörðunarrétt þeirra og 5) að tryggja frelsi fólks frá fjárhagslegum áhyggjum og til þess að lifa lífinu á eigin forsendum.
Næstu skref eru að innleiða skilyrðislausa grunnframfærslu í skrefum þannig að allir landsbúar fái rétt til grunnframfærslu sem miðast við lágmarksframfærsluviðmið. Best er að koma þessu nýja kerfi á í skrefum, jafnvel að prófa hugmyndina fyrst á tilteknu landsvæði eða á tilteknum þjóðfélagshóp. Á sama tíma er vel hægt innleiða breytingar á núverandi félagslegum kerfum sem miðast við úrbætur í hag tekjulágra einstaklinga.
Skilyrðislaus grunnframfærsla verður fjármögnuð með innheimtu auðlindagjalda, úrbótum á Íslensku skattakerfi og réttlátri dreifingu skatttekna, ásamt því að færa núverandi tekjutilfærslur til einstaklinga yfir í nýja kerfið.
Ljóst er að skilyrðislaus grunnframfærsla er ekki svar við öllum vandamálum samfélagsins, þess vegna þarf einnig að stefna að verulegum umbótum á félagslegri þjónustu, húsnæðismarkaði, skattkerfinu og velferðarinnviðum.
Greinargerð:
Allt frá stofnun Pírata hefur hreyfingin haft áhuga á borgaralaunum, þ.e. skilyrðislausri grunnframfærslu og rætt um ýmsar birtingarmyndir þeirrar hugmyndar. Markmiðið er framtíðarsamfélag þar sem sjálfsákvörðunarréttur einstaklinga og valdefling þeirra gagnvart atvinnurekendum og opinberum aðilum, ásamt valddreifingu eru stórefld frá því sem nú er.
Nokkur örugg skref í átt að skilyrðislausri grunnframfærslu fyrir alla landsbúa geta falist í eftirfarandi:
1. Að gera persónuafslátt útgreiðanlegan fyrir þá sem ekki nýta hann.
2. Að lögleiða eitt lágmarksframfærsluviðmið sem allir opinberir aðilar miða við.
3. Að afnema krónuskerðingar af atvinnuleysisbótum, ellilífeyri og örorkulífeyri.
4. Að hækka persónuafslátt í skrefum
5. Að afnema önnur skilyrði fyrir tekjutilfærslum til einstaklinga.
Til að fjármagna skilyrðislausa grunnframfærslu þarf einnig mörg skref:
1. Að innheimta fullt auðlindagjald og mengunarbótagjöld.
2. Að afnema beingreiðslur búnaðarkerfisins til einstaklinga sem reiknast til eigin launa, sem fá grunnframfærslurétt þess í stað.
3. Að afnema listamannalaun til einstaklinga, sem fá grunnframfærslurétt þess í stað.
4. Að leggja niður atvinnuleysisbætur, lífeyrisgreiðslur og aðrar tekjutilfærslur til einstaklinga, sem fá grunnframfærslurétt þess í stað.
5. Að leggja niður jöfnunarsjóði ýmisskonar þar sem einstaklingar um allt land fá réttindi til grunnframfærslu þess í stað.
Ítarefni:
- Um skilyrðislausa grunnframfærslu (www.borgaralaun.is)
- Úttekt á Íslensku skattkerfi (https://www.stjornarradid.is/media/forsaetisraduneyti-media/media/Skyrslur/uttekt-a-skattkefinu.pdf)
- Sanngjörn dreifing skattbyrðar (https://efling.is/wp-content/uploads/2019/02/Sanngjo%CC%88rn-dreIfing-skattbyr%C3%B0ar-lokaproof_A.pdf)