Fara aftur í þing

Velferðarmál

Nýjar umræður

Er þetta ekki spurning um að velja þann skárri af tveimur slæmum kostum? Regluverksslagsmál betri en undirheimaslagsmál? (og einarth, takk fyrir orðið gagnadrifin ákvarðanataka. Hef verið að bögglast með að orða þennan hlut í sem fæstum orðum og nú ertu búinn að bjarga mér)
11/04/2013 04:11:26
Það er rétt að viðhorf ansi margra sé að hlutir eigi að vera leyfðir nema sérstök rök séu til að banna þá. Hinn valkosturinn er að hlutir eigi að vera bannaðir nema sérstök rök séu til að leyfa þá. Eða hvernig myndi reglan sem skiptir milli þess að eðlilegt sé að hlutir séu leyfðir og bannaðir annars hljóma?
10/04/2013 19:46:25
Ég er nýbyrjuð að taka þátt í kosningakerfinu á x.piratar.is og ég sé þegar að það eru margir hnökrar á þessu kerfi ennþá, ekki tæknilegir heldur varðandi verklag. Ég geri ráð fyrir að það slípist með tímanum. Kerfið er núna galopið fyrir ákveðinn þrýstihóp að taka sig saman, safna kennitölum, skrá lið inn og setja fram tillögu og keyra hana í gegn. Ég held að þessi tillaga sé beinlínis komið frá aðilum sem stunda box og starfa með Mjölnir og þeir hafi nýtt sér hve auðvelt er að koma í gegn tillögum í kosningakerfi Pírata. Þegar ég var á fullu í netaktívismanum með Femínistafélaginu þá hefði ég svo sannarlega notfært mér þessar glufur og komið í gegn alls konar femíniskum samþykktum. Ég hefði haft verulega gaman af því:-) Það er frekar erfitt fyrir mig þó ég sé virk að fylgjast með því sem hefur verið samþykkt og ég vissi ekki fyrr en í gær að þessi tillaga væri í kosningu og þá vegna þess að aðrir píratar voru eins og ég afar, afar ósáttir við þetta. Ég hef líka tekið eftir að þessi tillaga er til umræðu hjá mörgum á facebook þráðum og notuð sem mælistika á hvers vegna eigi ekki að kjósa Pírata, En ég geri líka ráð fyrir að tillagan endurspegli á einhvern hátt þá sem núna taka þátt í starfi pírata. Það eru flest ungir karlmenn og margir þeirra deila þeirri sýn að ríkisvald eigi að vera í lágmarki og allt eigi að vera leyft svo framarlega sem það eru ekki sérstök rök til að banna það. Svona "Sannleikurinn minn er ekki sannleikurinn þinn". Ég held samt að það sé nauðsynlegt til að alls konar bull og þversagnarályktanir verði ekki einhvers konar stefna að hafa eins og aðrir stjórnmálaflokkar einhvern tímapunkt (ársfund, félagsfund) þar sem það sem telst stefna flokksins er stimplað (þ.e. samþykkt ályktun á x.piratar.is teljist ekki samstundis stefna flokksins).
10/04/2013 19:26:44
ég er mikill andstæðingur svona hnefaleika. Þetta er ekki leikur eða íþrótt, þetta er ofbeldi og þó ég telji að fólk eigi að fá að gera hluti sem það vill þó mér finnist their ósmekklegir þá tel ég skyldu mína að hafa vit fyrir fólki sem fer sér að voða og þetta er dæmi um það 20 % af atvinnuboxurum fá það sem er kallað chronic traumatic brain injury (sjá http://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/10946737), eitthvað sem líkist alsheimer. Það er mitt mat (og þarf ekki að vera mat annarra) að heili sé frekar mikilvægt líffæri og þetta sé alvarlegra en venjuleg fótboltameiðsl. Mér ekki kunnugt um neina íþróttagrein sem hefur sama hlutfall heilaskemmda. Ég myndi vilja sjá blátt bann við öllum íþróttum sem það hafa. Þetta er eins og í Rómaríki hinu forna, skylmingarþrælar látnir berjast og þeirra beið samt flestra ekkert nema dauðinn. Nú er dauðinn heiladauði.
10/04/2013 19:15:30
Spurning mín er þessi: af hverju eru hnefaleikar leyfðir í nánast öllum ríkjum á plánetunni nema litlu einangruðu eyjunni okkar? Er box hættulegri íþrótt á íslandi en í malasíu? Eða USA? Finnst einkennilegt og í raun hálf súrrealískt að banna fullorðnum, sjálfráða og heilvita (yfirleitt) mönnum/konum að takast á undir eftirliti dómara (fylgjandi reglum) og með lækni ringside. Held að andstaða margra við hnefaleika byggist á tilfinningum en ekki skynsemi, vegna þess að mörgum finnst þessi íþrótt vera ljót, en þú þarft ekki annað en að horfa á eina hollívúdd bíómynd til að sjá margfallt ógeðfelltari og ógeðslegri hluti.
10/04/2013 17:34:01
Þá meina ég í því tilliti að t.d. krafa um hjálm er ekki í alþjóðareglum greinarinnar og að heimta það hér á landi gæti ég ímyndað mér að yrði ekki vel séð gagnvart alþjóðasambandi greinarinnar. Tek það fram að þetta á við fullorðinsflokka t.d. þar sem hjálms/höfuðpúða er krafist í keppnum unglinga/barna.
10/04/2013 13:59:12
Mér finnst líka ekki hægt að krefjast t.d. hjálms þegar íþróttin tekur sjálf á slíku með reglum og hefðum eins og t.d. Karate þar sem bannað er að slá/sparka af afli í höfuð andstæðingsins, en snerting er vissulega leyfð.
10/04/2013 13:57:48
Aldurstakmörk og fleiri möguleg öryggisatriðið eru algerlega innan 2. greinar ályktunarinnar. Það er nokkuð klárt að það verða aldurstakmörk íkeppnum í t.d. MMA o.fl.
10/04/2013 13:16:29
Annars vantar klárlega að þetta kerfi virði línubil í texta, sem ég var búinn að samviskusamlega setja inn í commentið :)
10/04/2013 12:06:00
Það er hægt að finna ótal tölfræði yfir þessar íþróttir og það er mikið að gögnum til þess að yfirfara, en miðað við það litla sem ég hef "googlað" hafa bardaíþróttir ekki tærnar þar sem algegnar "hefðbundnar" íþróttir eins og t.d. amerískur fótbolti (fann fáránlega mikið magn af gögnum um meiðsli þar) hafa hælana. Einnig virðast íþróttir eins og fimleikar og fótbolti ekki koma vel út. En hvernig ætti t.d. að skilgreina alvarleika meiðsla. Ætti t.d. að líta á höfuðhögg/rothögg sem stærra slys en beinbrot eða slitin liðbönd/krossbönd sem eiga sér stað í hefðbundnari íþróttum eins og fótbolta, handbolta eða skíðaíþróttum? Til þess að taka ákvörðun um þetta þarf að vita út á hvað þessar bardagaíþróttir ganga og hvernig keppni í þeim á að ganga fyrir sig. Ólympískir hnefaleikar t.d. ganga alls ekki út á að rota andstæðinginn þó svo það geti vissulega gerst í keppni eða á æfingum, en það sama gildir t.d. um Karate og Tae Kwon Do sem eru íþróttir sem eru í hávegum hafðar hér á Ísland. Einnig ganga t.d. Júdó, Jiu-jitsu og aðrar svipaðar "grappling" íþróttir ekki út á högg og spörk en þar eru lásar og hengingar sem geta fræðilega skaðað aðra. Þetta gerist þó afar sjaldan, einmitt vegna þess að reglur og eftirlit er til staðar. Í mörgum af þessum íþróttum eru einmitt aldurstakmörk á ákveðnum aðferðum og brögðum þegar kemur að keppni, en það er yfirleitt á valdi íþróttarinnar að ákveða slíkt. Það á einnig að vera í valdi einstaklingsins að ákveða hvaða íþrótt hann æfir og keppir í og það á ekki að banna honum eða mismuna hans íþróttaiðkun nema gögn og reynsla sýni ótvírætt fram á annað. Mín reynsla t.d. af bardagaíþróttum (hef æft og keppt í judo um árabil), stundað æfingar í jiu-jitsu í Mjölni og fylgst með öðrum bardagaíþróttum í töluverðan tíma, segir mér að bann á þessum íþróttum sé ekkert annað en klár mismunun við þessar greinar. Því mun ég án þess hika að kjósa með þessari tillögu.
10/04/2013 12:04:50