Lagabreytingar: Endurskoðendur
Þessi tillaga kemur frá framkvæmdastjórn og framkvæmdastjóra.
| Málsnúmer: | 1/2022 | 
|---|---|
| Tillaga: | Lagabreytingar: Endurskoðendur | 
| Höfundur: | Gormur | 
| Í málaflokkum: | Innra skipulag Pírata | 
| Upphafstími: | 19/08/2022 15:52:09 | 
| Umræðum lýkur: | 09/09/2022 17:00:00 (0 minutes) | 
| Atkvæðagreiðsla hefst: | 02/09/2022 17:00:00 (0 minutes) | 
| Atkvæðagreiðslu lýkur: | 09/09/2022 17:00:00 (0 minutes) | 
| Atkvæði: | 23 | 
| Já: | 23 (100,00%) | 
| Nei: | 0 | 
| Niðurstaða: | Samþykkt | 
| Meirihlutaþröskuldur: | 66,67% | 
Umræða
Þessu máli lauk fyrir nokkru síðan og er því krafist innskráningar til að sjá umræðu.
Lagabreyting: Kjör endurskoðanda
*1. gr *
Grein 4.11 fellur brott. Ný grein orðist svo:
“4.11 Á aðalfundi félagsins skal kjósa endurskoðunarfyrirtæki eða löggiltan
endurskoðanda skv. tillögu framkæmdastjórnar. Einnig skal kjósa tvo
skoðunarmenn reikninga með STV-forgangskosningu.”
2. gr
Í stað orðsins “fjármál” í gr. 13.2 kemur orðið “starfsemi”
3. gr
Á eftir grein 13.4 kemur ný grein, 13.5, sem orðast svo:
“13.5 Kjörtímabil endurskoðenda er 1 ár.”
Númer annara lagagreina breytast til samræmis.
Greinargerð
Árið 2021 var lögum 162/2006 um fjármál stjórnmálasamtaka breytt í heildarlög um
starfsemi stjórnmálasamtaka. Við þær breytingar bættist m.a. við skylda til að hafa
ákvæði um kjör og kjörtímabil endurskoðenda í samþykktum stjórnmálasamtaka en
algengast er að endurskoðendur séu kosnir á aðalfundi skv. tillögu stjórnar. Þessi
tillaga miðar að því að uppfylla lög um starfsemi stjórnmálsamtaka skv.
athugasemdum frá fyrirtækjaskrá