Lagabreytingar - Breiðari stjórn með fjármálaábyrgð

Tillaga þessi hefur verið samþykkt með atkvæðagreiðslu.

Greinargerð - Vinnuhópur lagabreytinga

Tillögur að breytingum á lögum Pírata var borin fram á Pírataþingi í september árið 2023 af framkvæmdastjórn og eftir umræðu var ákveðið að búa til vinnuhóp í kringum þrjár aðskildar tillögur. Þetta er tillaga númer eitt frá því þingi og hittist hópurinn að jafnaði aðra hverju viku til að vinna saman að lagabreytingum. Unnið var í Google Drive Docs skjali að breytingum og eru þær settar fram með núverandi og verðandi lagagrein samhliða, fólki til glöggvunar.

Drög voru borin fram á Pírataþingi í nóvember og taka lokadrögin tillit til athugasemda sem fram komu frá fundargestum þar.

Þörfin á þessum lagabreytingum kemur frá því að geta fjármálaráðs til að sinna lögboðnu hlutverki sínu var verulega takmörkuð með GDPR ályktun sem var keypt af þriðja aðila af þáverandi framkvæmdastjóra flokksins. Sá framkvæmdastjóri - sem var ráðinn af framkvæmdastjórn flokksins - neitaði með krafti þeirrar ályktunar fjármálaráði um alla aðganga að bókhalds- og fjárhagsgögnum og neitaði að fylgja eftir fjárhagsáætlun fjármálaráðs. Til að bregðast við þessari stöðu taldi framkvæmdastjórn það best að færa fjármálin aftur til framkvæmdastjórnar.
Formaður framkvæmdastjórnar lagði drög að tillögu þessa efnis fram á Pírataþingi september 2023 og skipaður var verkefnahópur til að fylgja þeim eftir.
Í þeim hópi sátu eftirfarandi: Alexandra Briem, Atli Stefán Yngvason, Daníel Þröstur, Halldór Auðar og Indriði Stefánsson.
Svo það verkefni að leggja niður fjármálráð valdi ekki auknu álagi á framkvæmdastjórn og til að auka afköst þá er lagt til að framkvæmdastjórn fari úr þremur meðlimum og upp í fimm meðlimi.
Sérstakt framboð til gjaldkera er lagt til, með það að markmiði að fá hæfan aðila til verksins sem hefur þekkingu og áhuga á því hlutverki.
Stjórnir skýrt ábyrgar fyrir rekstri

Samkvæmt lögum um félagasamtök er stjórn félags ábyrg fyrir rekstri þess og gjaldkeri hefur þar auknar skyldur. Gjaldkeri félagsins þarf yfirsýn á rekstur þess og stöðu bókhalds, og veitir framkvæmdastjóra félagsins aðhald. Þetta er í raun helsta verkefni framkvæmdastjórnar, ásamt ráðningu framkvæmdastjóra og stuðningi við það hlutverk. Eitt meginmarkmið lagabreytinganna er að samræma ábyrgð og valdsvið.

Afleidd áhrif lagabreytinga

Það eru afleidd áhrif af því að gera þessar breytingar. Dæmi um kosti við þessar breytingar eru eftirfarandi:nauknari lýðræðisþátttaka - því það eru fleiri í stjórn og vonandi fjölbreyttari hópurnaukin valddreifing - ekki bara þrjú sem taka ákvörðun fyrir heilt félag heldur fimmnminna álag - aukið svigrúm til að gefa fólki frí inn á milli með fleiri meðlimumnskýrari ábyrgð - aðilar sem hafa þekkingu og reynslu af gjaldkerastarfi geta sóst eftir því hlutverkinaukin starfsreynsla - þótt setutakmörk séu eðlileg, þá hefur vandi félagsins frekar verið að breytingar á stjórn séu of tíðar heldur en of sjaldgæfar. Hér vegast á móti hvoru öðru mikilvægi þess að fólk geti nýtt reynsluna þegar það öðlast hana, og hins vegar að koma í veg fyrir stöðnun.nfólk sem er gott í sínum hlutverkum fær að sinna þeim lengur - ef fólk er hæft og sinnir sínum hlutverkum af hverju ekki að leyfa þeim að sitja eins lengi og hægt er innan eðlilegra marka? 8 ára regla rímar ágætlega til að mynda við 8 ára setutakmörk ráðherra í nýju stjórnarskránni.

Gagnrýni á tillögu

Verkefnahópurinn er meðvitaður um mögulega gagnrýni á þessa tillögu, til að mynda þessi atriði:
Löng seta - meðlimir framkvæmdastjórnar og stefnu- og málefnanefndar mega sitja í allt að fjögur tímabil, hvert tímabil 2 ár. Meðlimir þar þurfa þó alltaf að sækjast eftir endurkjöri að tímabili loknu, þannig að þar er lýðræðisleg leið til að velja hæfari kosti. Að auki má nefna að þótt þráseta hafi verið vandamál í stjórnmálum hefur hún aldrei verið vandamál í framkvæmdastjórn félagsins.
Fjármálaráð er með skýra ábyrgð - fjármálaráð hefur verið þriggja manna ráð sem hefur komið að flóknum ákvörðunum í ákveðnum málaflokki og var sett upp á sínum tíma til að auka valddreifingu. Í reynd hefur fjármálaráð þó verið óvirkt og vandkvæði hafa komið upp við að útvista verkefnum til þess, sem og við að afmarka hlutverk þess annars vegar og framkvæmdastjórnar hins vegar.
Vanhæfur gjaldkeri - hvað ef einungis óhæfir aðilar sækjast eftir hlutverki gjaldkera - með þessum lögum er ekkert svigrúm til þess að velja annan gjaldkera en verkefni óhæfs aðila myndu auðvitað falla til stjórnar á endanum. Þetta er þó vandamál sem er alltaf til staðar að einhverju leyti, óháð því hvernig kosið er í stöður innan flokksins, og fylgir lýðræðislegu kjöri í eðli sínu.

Málsnúmer: 3/2024
Tillaga:Lagabreytingar - Breiðari stjórn með fjármálaábyrgð
Höfundur:Kristin
Í málaflokkum:Innra skipulag Pírata
Upphafstími:18/07/2024 20:04:14
Umræðum lýkur:25/07/2024 05:04:14 (0 minutes)
Atkvæðagreiðsla hefst:19/07/2024 05:04:14 (0 minutes)
Atkvæðagreiðslu lýkur:25/07/2024 05:04:14 (0 minutes)
Atkvæði: 31
Já: 28 (90,32%)
Nei: 3
Niðurstaða:Samþykkt
Meirihlutaþröskuldur:66,67%

Umræða

Þessu máli lauk fyrir nokkru síðan og er því krafist innskráningar til að sjá umræðu.