Kosningastefnuskrá Pírata fyrir Alþingiskosningar 2024

Tillaga þessi hefur verið samþykkt með atkvæðagreiðslu.

Stefnuskrá þessi hefur verið samþykkt á sameiginlegum fundi stefnu- og málefnanefndar 3. nóvember 2024. Í grein 7.2.4 í lögum Pírata segir að í aðdraganda alþingiskosninga skuli stefnu- og málefnanefnd útbúa kosningastefnuskrá sem byggi á samþykktri stefnu flokksins að höfðu samráði við frambjóðendur. Kosningastefnuskrá skuli samþykkt með atkvæðagreiðslu í rafrænu kosningakerfi flokksins. Þetta ákvæði hefur haft að leiðarljósi í allri vinnu við gerð kosningastefnuskrárinnar og er þannig sérstaklega tilgreint í hverjum kafla stefnuskrárinnar á hvaða fyrirliggjandi almennu stefnu eða stefnum sá kafli byggir. Að baki þessari stefnuskrá liggur mikil og rík stefnumótunarvinna af hálfu grasrótar og frambjóðenda.
Undirbúningur kosningastefnuskrár hófst í október 2024 og var leidd af stefnu- og málefnanefnd. Settir voru upp fjórir verkefnahópar og auglýst var eftir þátttöku í þá í félagatali flokksins. Hóparnir voru samansettir af grasrót og kjörnum fulltrúum. Út frá þeirri vinnu Úr þeirri vinnu komu fyrstu drög að þeirri kosningastefnuskrá sem hér er lögð fram, en drögin voru unnin áfram af frambjóðendum Pírata eftir að prófkjörum lauk og ljóst var hver myndu koma fram fyrir hönd Pírata í komandi kosningabaráttu. Samþykkt var á áðurnefndum fundi að setja stefnuskrá þessa í rafrænt kosningakerfi flokksins til samþykktar og staðfestingar grasrótar. Tengil á stefnuna má finna hér á auðlesnari máta:

https://docs.google.com/document/d/1KXz4lcOYCoomW6CulX7zAWymU-h0NEui6rsnQbcLA/edit?tab=t.0

Málsnúmer: 8/2024
Tillaga:Kosningastefnuskrá Pírata fyrir Alþingiskosningar 2024
Höfundur:Kristin
Í málaflokkum:Innra skipulag Pírata
Upphafstími:05/11/2024 21:48:53
Atkvæðagreiðsla hefst:06/11/2024 22:19:52 (0 minutes)
Atkvæðagreiðslu lýkur:07/11/2024 22:19:52 (0 minutes)
Atkvæði: 63 (1 sitja hjá)
Já: 59 (93,65%)
Nei: 4
Niðurstaða:Samþykkt
Meirihlutaþröskuldur:50,00%

Umræða

Þessu máli lauk fyrir nokkru síðan og er því krafist innskráningar til að sjá umræðu.