Hinseginstefna Pírata 2024
Hinseginstefna PíratannnMeð vísan í grunnstefnu Pírata:nStanda þarf vörð um núverandi réttindi og gæta þess að þau séu ekki skert.nPíratar beita sér fyrir eflingu og verndun borgararéttinda.nÁlykta Píratar eftirfarandi:nnLagaleg réttindi nÍsland í samanburði við önnur löndnÍsland á að standa fremst í flokki þegar kemur að réttindum hinsegin fólks. Þrátt fyrir að Ísland standi ofarlega er enn margt sem þarf að huga að, og ýmis réttindi sem hafa ekki enn verið tryggð. nPíratar vilja tryggja að Ísland sé í forystu þegar kemur að því að tryggja lagaleg réttindi hinsegin fólks í hvívetna, m.a. með því að uppfylla öll skilyrði Regnbogakorts ILGA-Europe og Réttindakorts Transgender Europe.nMikilvægt er að gerð sé skýr og greinargóð aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks þar sem nægilegt fjármagn er lagt til til að framkvæma þær aðgerðir sem lagt verður upp með.nHatursorðræða og hatursglæpirnMikilvægt er að stjórnvöld sýni forystu og setji skýrar reglur og regluverk um hvernig eigi að taka á því stigvaxandi vandamáli sem hatursorðræða og hatursglæpir eru. Einnig þarf að fara í aðgerðir til að sporna við falsfréttum og upplýsingaóreiðu í tengslum við réttindi hinsegin fólks með áherslu á upplýsingagjöf, fræðslu og gagnræðu. Einnig þarf að gefa fólki tækifæri til þess að fræðast og taka málefnalega umræðu en ekki fara strax í vörn þegar fólk veit ekki betur og vil fræðast. nPíratar vilja að útbúinn sé sterkur og skýr rammi utan um hatursorðræðu og hatursglæpi, og að mismunalöggjöf sé styrkt og nái til allra með sérstöku tilliti til kynhneigðar, kynvitundar, kyntjáningar og kyneinkenna. nHinsegin flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega verndnBrýnt er að tekið sé á móti hinsegin flóttafólki og umsækjendum um alþjóðlega vernd með mannúð að leiðarljósi. Tekið skal aukið tillit til þeirra umsækjenda um alþjóðlega vernd sem eru ríkisborgarar landa þar sem tilvist hinsegin fólks er refsiverð. nÚrræði skulu standa hinsegin flóttafólki og umsækjendum um alþjóðlega vernd til boða sem hjálpa þeim með allt sem varðar þeirrar sérstöðu. Félagasamtök á borð við Samtökin ‘78 og Rauði krossinn skulu bera ábyrgð á þessum úrræðum. nAllt flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd skulu vera upplýst um tilvist og réttindi hinsegin fólks, sérlega til að draga úr þeim fordómum og mismunun sem hinsegin fólk á flótta kann að mæta. nÞað þarf að veita þeim það skjól og traust sem þau þurfa. Mörg þeirra eru að flýja ofsóknir af hálfu heimaríkis eða fólki í þeirra heimalandi og því er mikilvægt að þau geta treyst samtökum og ríkinu fyrir þeirri hjálp sem þeim er veitt og þarf því að fara varlega í þeim efnum og hafa hlýju og umhyggju að leiðarljósi.nHinsegin fjölskyldurnLeiðrétta þarf þá mismunun sem hinsegin mæður mæta þegar þær ganga í gegnum tæknifrjóvgun. Í dag þurfa mæður í samkynja samböndum enn að skila inn staðfestingu og samþykki fyrir því að tæknifrjóvgun hafi átt sér stað til Þjóðskrár, sem gagnkynja pör þurfa ekki að gera. nMöguleikar hinsegin fólks til ættleiðinga eru af skornum skammti. Því er mikilvægt að fleiri möguleikar hinsegin fjölskyldna til ættleiðinga séu tryggðir, í samstarfi við Íslenska ættleiðingu og hagsmunasamtök hinsegin fólks. Fækka þarf þeim hindrunum sem fyrir hinsegin fólk eru settar þegar það ætlar sér að ættleiða. Ættleiðingakerfið þarf að vera sniðið eins fyrir öll óháð kynhneigð, kynvitund, kyntjáningu og kyneinkennum. nRéttarstaða intersex fólksnAuka þarf fræðslu um mismunandi fjölskyldumynstur. Mikilvægt er að börn upplifi öryggi og séu ekki sífellt í vörn fyrir sinni fjölskyldu hvernig sem hún kann að vera. nIntersex fólk á Íslandi nýtur enn ekki nægilegrar verndar gegn óþarfa inngripum. Skortur er á eftirliti og skráningu inngripa í íslensku heilbrigðiskerfi. Þess vegna er mikilvægt að fólk hafi tök á að leita réttar síns og að það fái bætur vegna brota sem framin hafa verið á líkamlegri friðhelgi þess. nTryggja þarf eftirfylgni með ákvæðum laga um kynrænt sjálfræði um líkamlega friðhelgi. Skipa þarf starfshóp sem allra fyrst sem hefur það hlutverk að endurskoða núgildandi ákvæði, í samræmi við lög. nRéttarstaða kynsegin fólksnRéttur kynsegin fólks til ferðalaga skal vera tryggður. Píratar lögðu fram frumvarp til að heimila kynsegin fólki að velja kynskráningu í vegabréfi óháð kynskráningu í þjóðskrá, til að gera því kleift að ferðast til landa þar sem kynsegin fólk nýtur ekki lagalegrar viðurkenningar eða réttarstaða þess er bág. Þessi vinna skal halda áfram svo að tölur um kynskráningu verði réttari og endurspegli betur raunverulegan fjölda kynsegin fólks á Íslandi.nMikilvægt er að lögum um kynrænt sjálfræði sé framfylgt, ásamt því að kynhlutlaus salerni og búningsaðstaða séu tryggð með reglugerðum. Slíkt er mikilvægt svo kynsegin fólk geti nýtt sér þjónustu eins og allt annað fólk óhindrað án þess að þurfa að velja aðstöðu sem er ekki í samræmi við kynvitund þess.nStjórnarskránÍ nýju stjórnarskránni er kynhneigð talin upp sem þáttur sem öll skuli njóta mannréttinda án tillits til, ásamt því að karlar og konur skuli njóta jafns réttar í hvívetna. Kyneinkenni og kynvitund ættu einnig að vera hluti af upptalningu þeirra sérkenna sem einstaklingum skuli ekki mismunað vegna, sem og að öll skuli njóta jafns réttar í hvívetna án tillits til kyns, ekki aðeins karlar og konur. nMikilvægt er að jafnræðisákvæði stjórnarskrárinnar feli einnig í sér vernd fyrir intersex og trans einstaklinga. nnnFræðsla og stuðningur við hinsegin fólknFjármögnunnSamtökin ‘78 sinna gríðarlega mikilvægu fræðslu- og þjónustustarfi við hinsegin fólk út um land allt. Þess vegna er mikilvægt að Samtökin séu á fjárlögum til að tryggja að þeirra mikilvæga starf haldi áfram og að nægilegt fjármagn sé til staðar til að sinna því. nAuka þarf fjármagn til fræðslubóka, og þarf fræðsluefni að vera aðgengilegt öllum sem vilja nálgast það.nMenntakerfiðnTryggja þarf að menntakerfið og námsefni taki mið af veruleika hinsegin fólks og að hinseginleiki sé sýnilegur í almennu námsefni.nTryggja þarf að ungmenni fái fræðslu um hinsegin málefni í samræmi við aðalnámskrá og að tekið sé á einelti og áreitni sem hinsegin fólk verður fyrir innan skólakerfisins. Einnig þarf að hvetja höfunda námsefnis til að semja námsefni sem endurspeglar fjölbreytileikann. Gæta þarf þess að í námsefni sé fjallað um alls konar fólk og að öll geti þannig speglað sig í því. nRáðgjöf og þjónustanHinsegin fólk er oft út undan þegar kemur að ráðgjöf og þjónustu og rekur sig á veggi innan heilbrigðiskerfisins. Mikilvægt er að tryggja að öll úrræði taki mið af veruleika hinsegin fólks og að lagt sé til fjármagn til að styðja sérstaklega við ráðgjöf og þjónustu við hinsegin fólk.nÍþróttastarfnAuka þarf stórlega fræðslu um hinsegin málefni innan íþróttastarfs á Íslandi. Trans fólk, og þá sérstaklega trans konur, á undir högg að sækja innan íþróttaheimsins á alþjóðavísu í ljósi þess að mörg alþjóðasambönd hafa lagt bann við þátttöku þeirra í afreksíþróttum. Mikilvægt er að styðja við grasrótarstarf og stuðla að fræðslu og inngildingu í íþrótta- og æskulýðsstarfi.nMikilvægt er að stjórnvöld beiti sér fyrir inngildingu innan íþróttastarfs með fræðslu að leiðarljósi og sjái til þess að öll geti stundað íþróttir og æskulýðsstarf óháð kynhneigð, kynvitund, kyntjáningu og kyneinkennum.nnHeilbrigðiskerfiðnHeilbrigðisþjónusta í tengslum við kynstaðfestandi ferli, hvort tveggja fyrir fullorðna og ungmenni, hefur stórbreyst á undanförnum árum. Mikilvægt er að stutt sé betur við þá þjónustu og tryggt að fólk geti leitað sér viðeigandi sálfræðiþjónustu og stuðnings sem hluta af því ferli. nMikilvægt er að tryggja að trans fólk geti undirgengist kynstaðfestandi aðgerðir hérlendis. Nýlega hefur trans fólk getað fengið að ferðast erlendis til að undirgangast slíkar aðgerðir sem greiddar hafa verið af Sjúkratryggingum Íslands, en það getur reynst fólki erfitt að ferðast langt fyrir slíkar aðgerðir. nTryggja þarf að Sjúkratryggingar Íslands taki þátt í kostnaði við frystingu kynfrumna trans einstaklinga, en það er ekki á allra færi að standa straum af þeim kostnaði. Mikilvægt er að tryggja að trans fólk sem undirgengst hormónameðferðir eða aðgerðir geti fryst kynfrumur fyrir framtíðina, ef það vill stofna til fjölskyldu síðar meir. nTryggja þarf að Sjúkratryggingar Íslands taki þátt í kostnaði við kynstaðfestandi ferli í samræmi við tillögur stefnunnar. nAuðvelda þarf aðgengi fólks að PrEP (fyrirbyggjandi lyfjameðferð gegn HIV-sýkingum). Í dag upplifa mörg skömm við það að sækjast eftir slíkum lyfjum. Auðvelda þarf þetta ferli svo það þyki ekki skammarlegt að óska eftir lyfjum.nMikilvægt er að breyta viðhorfi fólks bæði innan heilbrigðiskerfisins og utan þess gagnvart fólki sem smitast af kynsjúkdómum. Forvarnir eru mikilvægar en fólk á ekki að þurfa að finna fyrir skömm. nBætur til HIV-smitaðra vegna aðgerðarleysis stjórnvaldanÞegar HIV-faraldurinn barst til Íslands ríktu miklir fordómar gagnvart hinsegin fólki og var HIV brennimerkt sem einkamál samkynhneigðra karla. Þess vegna þarf að auka fræðslu um það að hver sem er geti smitast af HIV, óháð kynhneigð. nÞví miður létu allt of mörg lífið sökum alnæmis og hafði HIV-faraldurinn sérstaklega skelfilegar afleiðingar fyrir hinsegin samfélagið. Það er því mikilvægt að fortíðin sé gerð upp og að bætur verði greiddar til þeirra þolenda faraldursins sem enn eru á lífi og fengu ekki viðeigandi þjónustu vegna fordóma og útskúfunar í íslensku heilbrigðiskerfi. nBlóðgjöf hinsegin karlmanna og trans fólksnLengi hefur hinsegin karlmönnum og trans fólki verið bannað að gefa blóð. Nýlegar reglur um blóðgjöf sem eiga að taka gildi í júlí 2025 kveða á um að hinsegin karlmenn og trans fólk megi loks gefa blóð án takmarkana. Við teljum það vera mikilvæga réttarbót sem þarf að tryggja að nái fram að ganga.nnnnnGreinargerðnÞrátt fyrir miklar framfarir í réttindabaráttu hinsegin fólks á Íslandi undanfarin ár þá hefur einnig komið fram bakslag í samfélaginu – hérlendis sem og erlendis. Slíkt bakslag hefur einna helst birst í auknum fordómum gegn hinsegin fólki og meiri öfgahyggju gegn réttindum þess. Víðs vegar um heim á hinsegin fólk undir högg að sækja og er jafnvel verið að skerða eða fjarlægja réttindi og vernd sem búið var að lögleiða. nnnÞetta bakslag birtist bæði í opinberri umræðu og á vettvangi stjórnmálanna. Þó svo að á Íslandi hafi almennt ríkt stuðningur við réttindi hinsegin fólks þvert á flokka, þá hafa einstaka flokkar og stjórnmálamenn einnig tekið undir fordómafulla og skautandi orðræðu. nnnÞað er því mikilvægt að Ísland verði leiðandi í réttindabaráttu hinsegin fólks á heimsvísu og stígi mikilvæg skref til þess að tryggja lagalegt jafnrétti, vinna gegn falsfréttum og áróðri og að styðja við fræðslustarfsemi og tryggja að hinsegin fólk búi við sömu lífsgæði og öll önnur.nnnEfla þarf fræðslu um hinsegin málefni innan skólakerfisins og hjá fyrirtækjum og stofnunum um land allt. Fræðsla er lykilþáttur í því að uppræta fordóma og fáfræði og til þess að berjast gegn hatursorðræðu og hatursglæpum. Einnig þarf að tryggja að hinsegin fólk hafi aðgengi að ráðgjöf og stuðningi. nnnTryggja þarf að hinseginfræðsla verði fasti innan fyrirtækja, stofnana og skólakerfisins til þess að uppræta fordóma og skapa öruggara rými fyrir hinsegin fólk, svo það geti unnið og sótt sér nám án þess að verða fyrir fordómum, útilokun og ofbeldi.nnnPíratar eru öðruvísi en aðrir flokkar á þann hátt að við gefum engan afslátt af mannréttindum. Við erum með sterka framtíðarsýn hvað varðar réttindi hinsegin fólks. Öll skulu njóta fullra réttinda óháð kynvitund, kynhneigð, kyntjáningu, kyneinkenni eða stöðu að öðru leyti. Píratar munu sjá til þess að við búum öll jöfn undir lögum og í samfélaginu.
Málsnúmer: | 10/2024 |
---|---|
Tillaga: | Hinseginstefna Pírata 2024 |
Höfundur: | Kristin |
Í málaflokkum: | Innra skipulag Pírata |
Upphafstími: | 18/11/2024 16:15:15 |
Umræðum lýkur: | 19/11/2024 19:04:16 (0 minutes) |
Atkvæðagreiðsla hefst: | 18/11/2024 19:04:16 (0 minutes) |
Atkvæðagreiðslu lýkur: | 19/11/2024 19:04:16 (0 minutes) |
Atkvæði: | 4 |
Já: | 4 (100,00%) |
Nei: | 0 |
Niðurstaða: | Samþykkt |
Meirihlutaþröskuldur: | 50,00% |
Umræða
Þessu máli lauk fyrir nokkru síðan og er því krafist innskráningar til að sjá umræðu.
Með vísan í grunnstefnu Pírata:
Standa þarf vörð um núverandi réttindi og gæta þess að þau séu ekki skert.
Píratar beita sér fyrir eflingu og verndun borgararéttinda.
Hinseginstefnan var unnin af vinnuhóp á árunum 2023-2024 og er tengill á stefnuna hér:
https://docs.google.com/document/d/1qHBLc-GlGr0nFRIeZTNx2oxG19Hs27yVeZGF_aNARYM/edit?tab=t.0