Fjölmenningarstefna 2024
Fjölmenningarstefna - 2024nnMeð vísan í grunnstefnu Pírata:nGagnrýnin hugsun og upplýst stefnanBorgararéttindinMeð vísan í samþykkta stefnur Pírata:nFjölmenningarstefna 2021 og Almenn stefna um útlendinga 2016nnnnnnVið Píratar Viljum:nSkilvirkari móttökukerfinEndurhugsa ferlið við skráningu dvalar/búsetu fólks í landinu þannig að það verði ódýrara, skilvirkara, einfaldara og notendavænna. Mikilvægt skref í því er að sameina Útlendingastofnun og Þjóðskrá undir nafni hinnar síðarnefndu. nHvetja fólk til virkari þátttöku í samfélaginu með því að auðvelda leiðina til ríkisborgararéttar.nAuka möguleika ríkisborgara landa utan EES til flutnings til Íslands. nAð öllum tegundum dvalarleyfa fylgi óbundið atvinnuleyfi.nnFólk á flóttanAð beiting matskenndra ákvæða útlendingalaga taki í reynd mið af mannúð, virðingu fyrir fólki og skilningi á aðstæðum þess.nUmsóknir um alþjóðlega vernd skulu almennt teknar til efnismeðferðar. Starfsfólk stjórnvalda fái þjálfun í menningarnæmi. nAð hætt verði án tafar að vísa fólki á flótta til ríkja innan Evrópu sem viðhafa ófullnægjandi og ómannúðleg hæliskerfi.nAð brottvísunum fólks sem hefur dvalið hér langdvölum, sérstaklega barna, verði hætt.nAð ákvörðun um frestun réttaráhrifa úrskurða kærunefndar útlendingamála vegna málshöfðunar sé tekin af dómara en ekki kærunefndinni sjálfri. nAð Ísland beiti sér fyrir því að Dyflinnarreglugerðinni verði breytt með það fyrir augum að auka sjálfsákvörðunarrétt umsækjenda og dreifa ábyrgðinni jafnt á milli aðildarríkja. nAð umsækjendum um alþjóðlega vernd verði tryggð mannsæmandi og örugg búseta á meðan á umsóknarferli stendur, þar sem þeim gefst færi á að taka þátt í samfélaginu. Að tryggð sé viðunandi heilbrigðisþjónusta, nauðsynlega lögfræðiaðstoð og aðgengi að úrræðum sem stuðla að virkri þátttöku í samfélaginu. nAð umsækjendum sé skipaður talsmaður/málastjóri sem fylgir þeim í gegnum ferlið frá upphafi til enda.nnRéttindi erlends launafólksnGrípa til aðgerða til að stöðva víðtæk brot á réttindum erlends launafólks.nTryggja að öllum sem hingað koma til starfa séu veittar réttar upplýsingar um réttindi sín. nStyrkja heimildir eftirlitsaðila, þ.m.t. stéttarfélaga, til öflunar nauðsynlegra gagna vegna meintra brota á réttindum launafólks. nSkýra viðurlög gagnvart brotlegum atvinnurekendum og tryggja markvissa beitingu þeirra.nÚtvíkka skilgreininguna á vinnumansali að norrænni fyrirmynd þannig að hún nái utan um öll tilvik misneytingar á launafólki. nTryggja öruggt og heilnæmt húsnæði fyrir erlent verkafólk.nAð íslensk stjórnvöld standi við skuldbindingar sínar á grundvelli samnings Evrópuráðsins um aðgerðir gegn mansali. Tryggja þarf öryggi þolenda mansals, m.a. með veitingu dvalarleyfis og með því að veita þeim viðeigandi stuðning og aðstoð. nEfla greiningu og skráningu hugsanlegra þolenda mansals. Auðvelda þarf veitingu umþóttunarleyfa til þess að tryggja betur öryggi þeirra.nSkýra ábyrgð og verkaskiptingu innan málaflokksins á milli ráðuneyta, stofnana, sveitarfélaga og annarra aðila. nTryggja fjármögnun þeirra úrræða sem taka við fólki sem leitar hjálpar vegna mansals.nMenntunnAð einstaklingar með erlendan bakgrunn hafi aðgang að fjölbreyttum menntunarúrræðum sem henta þeirra þörfum.nAð menntun erlendis frá sé metin að verðleikum og aðgengi tryggt að nauðsynlegu viðbótarnámi svo fólk geti nýtt sína menntun á íslenskum vinnumarkaði eins fljótt og auðið er.nAð nám í íslensku á öllum færnistigum sé aðgengilegt öllum án tillits til aldurs, uppruna, fjárhagslegrar stöðu eða vinnutíma.nAuka fjárhagslega hvata fyrir atvinnurekendur til að ráða einstaklinga sem þurfa að sækja íslenskukennslu, svo sem með því að setja á fót starfsmenntasjóð, veita afslátt af tryggingargjaldi eða með annars konar stuðningi.nEfla íslenskukennslu á leikskólastigi og bjóða börnum á öllum skólastigum sem ekki hafa öðlast færni í íslensku einstaklingsmiðaða kennslu án almennrar aðgreiningar þar sem því verður komið við.nEfla móðurmálskennslu barna af erlendum uppruna, enda eru sterk tök á móðurmáli grundvöllur að frekari máltöku.nTryggja að erlendur bakgrunnur nema í framhalds- og háskólum hafi ekki áhrif á stöðu nemenda innan skólans.nnInngildingnVinna að inngildingu fólks sem hingað flyst þannig að því séu tryggð tækifæri til að verða raunverulegur hluti af íslensku samfélagi. Það krefst aðkomu og framlags af hálfu samfélagsins alls.nTryggja aðgengi allra að fræðslu um réttindi sín hér á landi og að hagnýtum upplýsingum um íslenska menningu og staðhætti. Tryggja þarf aðgengi að fjölbreyttum upplýsingum, allt frá því að nýta kosningarétt eða skila skattframtali, til samfélagslegra venja, t.d. við að fara í sund, matarboð eða tjaldútilegu.nTaka markviss skref til að taka vel á móti innflytjendum með fjölbreyttan bakgrunn hvaðanæva að úr heiminum, t.d. með eflingu fjölmenningardeildar Vinnumálastofnunar.nGrípa til aðgerða með sérstöku samfélagsátaki til að sporna við fordómum, útlendingahatri og hatursorðræðu og miða að því að byggja upp samfélag sem byggir á samkennd og samhug.nnGreinargerðnMannréttindi eru hornsteinn í hugmyndafræði Pírata og lýðræðissamfélaga. Tryggja þarf öllum íbúum mannréttindi óháð uppruna. Við viljum að þau sem hingað koma upplifi sig sem hluta af sanngjörnu lýðræðissamfélagi sem tekur vel á móti þeim og gerir þeim kleift að verða virkir þátttakendur sem tilheyra samfélaginu. nNúverandi fyrirkomulag móttöku innflytjenda á Íslandi hefur ítrekað verið gagnrýnt fyrir að vera flókið, tímafrekt og óskilvirkt. Endurhugsa og einfalda þarf alla málsmeðferð og kerfi sem taka á móti innflytjendum og fólki á flótta. Í stað kerfa sem byggja á hindrunum, tortryggni og andúð þarf nálgun sem byggir á mannúð, virðingu og einlægum vilja til að vinna með fólki sem sest hér að. Gera þarf ferlið skilvirkara og mannúðlegra og draga úr aðstöðumun fólks sem kemur frá löndum innan EES-svæðisins og þeirra sem upprunnir eru utan þess og njóta ekki verndar fjórfrelsis EES.nGrípa þarf til markvissra aðgerða gegn brotum á réttindum erlends launafólks og vinnumansali og tryggja þolendum öryggi og viðeigandi stuðning. Tryggja skal aðgengi einstaklinga með erlendan bakgrunn að fjölbreyttum menntunarúrræðum og íslenskukennslu sem hentar þeirra aðstæðum. nInngilding fólks krefst aðkomu samfélagsins alls. Efla þarf samkennd og samhug í samfélaginu og sporna við fordómum, útlendingahatri og hatursorðræðu. Fjölmenning er fjársjóður og ólíkur uppruni okkar auðgar heildina. Nýstárlegar hugmyndir kvikna ekki út frá einsleitni, heldur út frá samtali og samvinnu fjölbreyttra einstaklinga.
Málsnúmer: | 11/2024 |
---|---|
Tillaga: | Fjölmenningarstefna 2024 |
Höfundur: | Kristin |
Í málaflokkum: | Jafnréttismál |
Upphafstími: | 18/11/2024 16:17:59 |
Umræðum lýkur: | 19/11/2024 19:04:31 (0 minutes) |
Atkvæðagreiðsla hefst: | 18/11/2024 19:04:31 (0 minutes) |
Atkvæðagreiðslu lýkur: | 19/11/2024 19:04:31 (0 minutes) |
Atkvæði: | 4 |
Já: | 4 (100,00%) |
Nei: | 0 |
Niðurstaða: | Samþykkt |
Meirihlutaþröskuldur: | 50,00% |
Umræða
Þessu máli lauk fyrir nokkru síðan og er því krafist innskráningar til að sjá umræðu.
Fjölmenningarstefna - 2024
Með vísan í grunnstefnu Pírata:
Gagnrýnin hugsun og upplýst stefna
Borgararéttindi
Með vísan í samþykkta stefnur Pírata:
Fjölmenningarstefna 2021 og Almenn stefna um útlendinga 2016
Unnin í vinnuhópi 2024 - tengill: https://docs.google.com/document/d/1AYBu15dQ-6iWWNnH1OhUQGol5avqASFNelNmU0r-c7k/edit?tab=t.0