Lagabreytingartillaga - breytingar á framkvæmd kosninga
Fyrir liggur að Píratar verða að fara í töluverða endurskoðun á lögum félagsins. Eitt af því sem nauðsynlegt er að breyta er að við verðum að geta kosið um nauðsynlegar lagabreytingar án þess að kosningakerfið sé fastbundinn hluti af því. Fyrir því eru margvíslegar ástæður, en sú mest aðkallandi er sú að því kerfi er viðhaldið af sjálfboðaliðum sem eru hættir virkri þátttöku í félaginu og við getum ekki endalaust beðið þá um aðstoð við að nota kerfi sem er fastbundið í grundvallar ákvarðanatöku.nnÞað má einnig nefna að lítil yfirsýn er um það hver eru skráð í kosningakerfið, og erfitt að tryggja nauðsynlegt gagnsæi í framkvæmd kosninga. Þar að auki er kerfið orðið gamalt og enginn er í því að viðhalda því.nnEf þessi tillaga er samþykkt verður mögulegt að kjósa um nauðsynlegar breytingar á lögum á næsta aðalfundi, en í kjölfarið er nauðsynlegt að fara í vinnu við að betrumbæta bæði reglur flokksins um innri kosningar og uppfæra lög félagsins almennt.nnÁstæðan fyrir því að þessi tillaga er sett í skyndimeðferð er til þess að tryggja að hægt verði að kjósa um nauðsynlegar lagabreytingar á aðalfundi félagsins sem fram fer 20. September næstkomandi.
Málsnúmer: | 2/2025 |
---|---|
Tillaga: | Lagabreytingartillaga - breytingar á framkvæmd kosninga |
Höfundur: | Kristin |
Í málaflokkum: | Innra skipulag Pírata |
Upphafstími: | 10/09/2025 12:33:45 |
Umræðum lýkur: | 11/09/2025 12:33:45 (8 hours, 48 minutes) |
Atkvæðagreiðsla hefst: | 10/09/2025 12:33:45 (0 minutes) |
Atkvæðagreiðslu lýkur: | 11/09/2025 12:33:45 (8 hours, 48 minutes) |
Atkvæði: | 44 |
Meirihlutaþröskuldur: | 50,00% |
Umræða
Lög:
6.1. Lög þessi eru öll lög félagsins, en þeim má aðeins breyta með ⅔ meirihluta greiddra atkvæða félagsmanna í kosningakerfi flokksins.
6.3. Tillögur að breytingum á lögum eða grunnstefnu skulu liggja opinberlega fyrir á vettvangi flokksins minnst tveimur vikum áður en kosið skal um þær.
Verða:
6.1. Lög þessi eru öll lög félagsins, en þeim má aðeins breyta með ⅔ meirihluta greiddra atkvæða félagsfólks í kosningakerfi flokksins, eða með ⅔ meirihluta greiddra atkvæða félagsfólks á aðalfundi.
6.3. Tillögur að breytingum á lögum eða grunnstefnu skulu liggja opinberlega fyrir á vettvangi flokksins minnst tveimur vikum áður en kosið skal um þær, en þegar kosið er um lagabreytingar á aðalfundi gilda sömu reglur um þær og önnur aðalfundargögn.