Tilkynningaskylda framsals krafna
Tillaga þessi hefur verið samþykkt með atkvæðagreiðslu.
Lagt er til að sett verði á tilkynningaskylda til skuldara þegar breytingar verða á eign kröfunnar.
Málsnúmer: | 21/2013 |
---|---|
Tillaga: | Tilkynningaskylda framsals krafna |
Höfundur: | odin |
Í málaflokkum: | Efnahagur og opinber tölfræði |
Upphafstími: | 05/03/2013 17:12:49 |
Atkvæðagreiðsla hefst: | 17/03/2013 17:12:49 (0 minutes) |
Atkvæðagreiðslu lýkur: | 23/03/2013 17:12:49 (0 minutes) |
Atkvæði: | 18 |
Já: | 17 (94,44%) |
Nei: | 1 |
Niðurstaða: | Samþykkt |
Meirihlutaþröskuldur: | 50,00% |
Umræða
Þessu máli lauk fyrir nokkru síðan og er því krafist innskráningar til að sjá umræðu.
Með tilvísun til
greinar 4.1 í grunnstefnu Pírata um hlutverk gagnsæis,
greinar 4.6 í grunnstefnu Pírata um rétt einstaklinga til aðkomu og upplýsinga um ákvarðanir sem varða eigin hag
og greinar 3 í stefnu Pírata um gerð hagkerfisins
og með hliðsjón af
- takmörkuðu aðgengi einstaklinga að upplýsingum um eigendur krafna á hendur sér
álykta Píratar eftirfarandi:
Tryggja skal að við framsal krafna sé gjaldanda tilkynnt hver nýr kröfuhafi sé.
Tryggja skal að við afskrift kröfu sé gjaldanda tilkynnt að skuld hafi verið afskrifuð.
Leitað skal leiða til að utanaðkomandi aðilar geti staðfest réttmæti skráninga án þess að hægt sé að auðkennda gjaldendur.