Gjaldeyrismál
Lagt er til að gefa útgáfu gjaldmiðla frjálsa og byggja upp fleiri greiðslumiðlunarkerfi.
| Málsnúmer: | 22/2013 | 
|---|---|
| Tillaga: | Gjaldeyrismál | 
| Höfundur: | odin | 
| Í málaflokkum: | Efnahagur og opinber tölfræði | 
| Upphafstími: | 05/03/2013 17:17:43 | 
| Atkvæðagreiðsla hefst: | 17/03/2013 17:17:43 (0 minutes) | 
| Atkvæðagreiðslu lýkur: | 23/03/2013 17:17:43 (0 minutes) | 
| Atkvæði: | 16 | 
| Já: | 15 (93,75%) | 
| Nei: | 1 | 
| Niðurstaða: | Samþykkt | 
| Meirihlutaþröskuldur: | 50,00% | 
Umræða
Þessu máli lauk fyrir nokkru síðan og er því krafist innskráningar til að sjá umræðu.
Með tilvísun til
greinar 4.5 í grunnstefnu Pírata um forsendur ábyrgðar,
greinar 6.1 í grunnstefnu Pírata um sjálfsákvörðunarrétt
og greina 1, 2 og 4 í stefnu Pírata um gerð hagkerfisins
og með hliðsjón af
erlendri reynslu af hringrásargjaldmiðlum
og tillögum hópsins Betra Peningakerfi
álykta Píratar eftirfarandi:
Breyta skal eða fella niður 154. grein almennra hegningarlaga nr. 19/1940 þannig að útgáfa hliðargjaldmiðla verði heimil.
Greiða ber fyrir því að slíkir hliðargjaldmiðlar nýtist til greiðslumiðlunar.
Kanna skal kosti og framkvæmanleika þess að breyta útgáfufyrirkomulagi íslensku krónunnar í heildarforðakerfi.