Stéttarfélög og vinnudeilur
Lagt er til að skilyrði fyrir stofnun verkalýðsfélaga séu rýmkuð og að vinnustöðvun sé heimiluð í tilgangi sem ekki er beint tengdur kjarasamningum.
Málsnúmer: | 25/2013 |
---|---|
Tillaga: | Stéttarfélög og vinnudeilur |
Höfundur: | odin |
Í málaflokkum: | Velferðarmál |
Upphafstími: | 05/03/2013 17:31:28 |
Atkvæðagreiðsla hefst: | 17/03/2013 17:31:28 (0 minutes) |
Atkvæðagreiðslu lýkur: | 23/03/2013 17:31:28 (0 minutes) |
Atkvæði: | 13 |
Já: | 10 (76,92%) |
Nei: | 3 |
Niðurstaða: | Samþykkt |
Meirihlutaþröskuldur: | 50,00% |
Umræða
Þessu máli lauk fyrir nokkru síðan og er því krafist innskráningar til að sjá umræðu.
Með tilvísun til
greinar 2.1 um eflingu borgararéttinda í grunnstefnu Pírata,
greina 4.5 og 6.1 um ákvarðanatökurétt hvers og eins í grunnstefnu Pírata
og greinar 6.3 um minnkun miðstýringar
og með hliðsjón af
lögum 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur,
- greinar laga 33/1944, stjórnarskrár Lýðveldisins Íslands,
- greinar þingskjals 510 á 141. löggjafarþingi, frumvarps til stjórnskipunarlaga um stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands
álykta Píratar eftirfarandi:
Breyta skal 1. og 2. grein laga 80/1938 þannig að heimilt verði að stofna verkalýðsfélög á öðrum grundvelli en starfsstéttar og á óbundnu starfssvæði.
Breyta skal II. kafla laga 80/1938 þannig að vinnustöðvanir séu heimilar í öðrum tilgangi en þeim einum sem viðkemur hreinum kjaradeilum.
Afnema skal sérstaka stöðu Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins í lögum.